Enski boltinn

Pogba bauð fötluðum strák frá Makedóníu á Old Trafford

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paul Pogba hefur misst af mörgum leikjum á tímabilinu vegna meiðsla og leikbanns.
Paul Pogba hefur misst af mörgum leikjum á tímabilinu vegna meiðsla og leikbanns. vísir/getty
Þótt Paul Pogba hafi ekki getað spilað með Manchester United í síðustu tveimur leikjum hefur hann látið gott af sér leiða utan vallar.

Pogba sendi fötluðum makedónskum strák, Jane, áritaða treyju og bauð honum svo á leik á Old Trafford.

Frakkinn fékk hugmyndina að þessu þegar hann sá myndband af hinum Jane spila fótbolta í hjólastól.

Pogba sendi Jane áritaða treyju. Strákurinn þakkaði vel fyrir og í myndbandi sem hann sendi Pogba sagðist hann vona til að geta spilað eins og hann einn daginn. Franski miðjumaðurinn ákvað þá að bjóða Jane á leik á Old Trafford. Það verður eflaust ógleymanleg upplifun fyrir strákinn.

Pogba hefur misst af tveimur síðustu leikjum United í ensku úrvalsdeildinni vegna leikbannsins sem hann fékk fyrir rauða spjaldið í sigrinum á Arsenal um þarsíðustu helgi. Pogba tekur út þriðja og síðasta leikinn í banninu þegar United mætir West Brom á sunnudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×