Innlent

Pitsusendill slapp ómeiddur úr bílveltu

Pitsusendill slapp ómeiddur þegar hann velti bíl sínum á mótum Laugavegar, Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar um klukkan tvö í nótt.

Bíllinn rann drjúgan spöl á hliðinni og rakst meðal annars á götuvita, sem laskaðist. Mikil hálka var á vettvangi.

Bíllinn stór skemmdist og varð að fjarlægja hann með kranabíl en pítsurnar kólnuðu niður undir frostmark á meðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×