PISA niðurstöður vondar fréttir fyrir grunnskólana og þjóðina Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2013 15:37 Menntamálaráðherra segir óásættanlegt að strákum gangi ver í skólunum en stelpum og að mikill munur sé á stöðunni á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir niðurstöður í nýrri PISA rannsókn vondar fréttir bæði fyrir grunnskólanemendur og þjóðina. Nauðsynlegt sé að skoða allt grunnskólakerfið til að komast að rót vandans. En niðurstöðurnar sýna að íslenskir grunnskólanemar standa mun ver að vígi en grunnskólanemendur í nágrannalöndum varðandi lestur, stærðfræði og náttúrufræði. „Það er verulegt áfall fyrir okkur að þetta skuli vera staðan þegar kemur að lestrarkunnáttu, kunnáttu í reikningi og náttúrufræðum. Það er alveg augljóst að við þurfum að grípa til þeirra ráða sem duga til að stöðva þessa þróun,“ segir menntamálaráðherra. Illugi minnir á að þetta sé ekki ný þróun, því hún hafi átt sér stað allt frá því Ísland byrjaði árið 2000 að taka þátt í PISA rannsóknum. Nú þurfi að greina gögnin frekar þannig að hægt sé að draga af þeim lærdóm. „En það sem við þurfum auðvitað að skoða er menntakerfið í heild sinni. Við þurfum að skoða kennaramenntunina og inntak hennar. Við þurfum að skoða kennslugögnin, námsbækurnar. Við þurfum að skoða kennsluaðferðirnar. Við þurfum að skoða hvernig við prófum og hvernig við metum, hvort við séum að ná árangri og svo framvegis. Við þurfum í raun að skoða skólakerfið allt og þar er ekkert undanskilið,“ segir Illugi.Er grunnskólinn kvenlægur?Samkvæmt niðurstöðum PISA rannsóknarinnar nú er mikill munur á getu drengja og stúlkna í grunnskólunum og hefur sá munur aukist. „Það er rétt. Munurinn er sláandi, að það skuli vera uppi sú staða að við lok grunnskóla skuli 30 prósent af strákunum hjá okkur ekki geta lesið sér til gagns. Þetta þýðir ekki að þeir séu ólæsir en þeir geta ekki lesið sér til gagns. Þá getur maður spurt sig ef sú er staðan við lok grunnskólanámsins hvernig þeim hafi gengið að tileinka sér annað námsefni sem þeim hefur verið ætlað að læra í grunnskólanum. Menn sjá það í hendi sér hvernig muni svo ganga að fara í framhaldsskóla,“ segir Illugi. Þetta sé mikið áhyggjuefni og auðvitað eigi ekki að vera munur milli stráka og stelpna. En getur verið að skólarnir sé of kvenlægir, þar sem meirihluti kennara eru konur? „Það er staðreynd að meirihluti kennaranna er konur en það ætti ekki að hafa áhrif en það kann vel að vera að það geri það. Það er ekki hægt að útiloka það og það á ekki að útiloka það,“ segir menntamálaráðherra. Þá sýnir rannsóknin að frammistaða nemenda á landsbyggðinni er verri en á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikið áhyggjuefni líka og er sérstakt rannsóknarefni fyrir okkur,“ segir Illugi. Leggjast þurfi í mikla vinnu til að komast að þvi hvað skýri þennan mun, sem sé óásættanlegur. Hins vegar megi ekki gleyma því sem vel er gert. Krökkunum líði almennt vel í skólanum og dregið hafi úr einelti. Menntamálaráðherra hefur óskað eftir því að þessar niðurstöður verði ræddar á Alþingi og sagði forseti Alþingis í dag að hann muni reyna að koma þeirri umræðu að fljótlega. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir niðurstöður í nýrri PISA rannsókn vondar fréttir bæði fyrir grunnskólanemendur og þjóðina. Nauðsynlegt sé að skoða allt grunnskólakerfið til að komast að rót vandans. En niðurstöðurnar sýna að íslenskir grunnskólanemar standa mun ver að vígi en grunnskólanemendur í nágrannalöndum varðandi lestur, stærðfræði og náttúrufræði. „Það er verulegt áfall fyrir okkur að þetta skuli vera staðan þegar kemur að lestrarkunnáttu, kunnáttu í reikningi og náttúrufræðum. Það er alveg augljóst að við þurfum að grípa til þeirra ráða sem duga til að stöðva þessa þróun,“ segir menntamálaráðherra. Illugi minnir á að þetta sé ekki ný þróun, því hún hafi átt sér stað allt frá því Ísland byrjaði árið 2000 að taka þátt í PISA rannsóknum. Nú þurfi að greina gögnin frekar þannig að hægt sé að draga af þeim lærdóm. „En það sem við þurfum auðvitað að skoða er menntakerfið í heild sinni. Við þurfum að skoða kennaramenntunina og inntak hennar. Við þurfum að skoða kennslugögnin, námsbækurnar. Við þurfum að skoða kennsluaðferðirnar. Við þurfum að skoða hvernig við prófum og hvernig við metum, hvort við séum að ná árangri og svo framvegis. Við þurfum í raun að skoða skólakerfið allt og þar er ekkert undanskilið,“ segir Illugi.Er grunnskólinn kvenlægur?Samkvæmt niðurstöðum PISA rannsóknarinnar nú er mikill munur á getu drengja og stúlkna í grunnskólunum og hefur sá munur aukist. „Það er rétt. Munurinn er sláandi, að það skuli vera uppi sú staða að við lok grunnskóla skuli 30 prósent af strákunum hjá okkur ekki geta lesið sér til gagns. Þetta þýðir ekki að þeir séu ólæsir en þeir geta ekki lesið sér til gagns. Þá getur maður spurt sig ef sú er staðan við lok grunnskólanámsins hvernig þeim hafi gengið að tileinka sér annað námsefni sem þeim hefur verið ætlað að læra í grunnskólanum. Menn sjá það í hendi sér hvernig muni svo ganga að fara í framhaldsskóla,“ segir Illugi. Þetta sé mikið áhyggjuefni og auðvitað eigi ekki að vera munur milli stráka og stelpna. En getur verið að skólarnir sé of kvenlægir, þar sem meirihluti kennara eru konur? „Það er staðreynd að meirihluti kennaranna er konur en það ætti ekki að hafa áhrif en það kann vel að vera að það geri það. Það er ekki hægt að útiloka það og það á ekki að útiloka það,“ segir menntamálaráðherra. Þá sýnir rannsóknin að frammistaða nemenda á landsbyggðinni er verri en á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikið áhyggjuefni líka og er sérstakt rannsóknarefni fyrir okkur,“ segir Illugi. Leggjast þurfi í mikla vinnu til að komast að þvi hvað skýri þennan mun, sem sé óásættanlegur. Hins vegar megi ekki gleyma því sem vel er gert. Krökkunum líði almennt vel í skólanum og dregið hafi úr einelti. Menntamálaráðherra hefur óskað eftir því að þessar niðurstöður verði ræddar á Alþingi og sagði forseti Alþingis í dag að hann muni reyna að koma þeirri umræðu að fljótlega.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira