Innlent

Píratar sækja fylgi til Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
93 prósent þeirra sem kusu Pírata síðast myndu gera það aftur núna. Helgi Hrafn Gunnarsson er kapteinn Pírata.
93 prósent þeirra sem kusu Pírata síðast myndu gera það aftur núna. Helgi Hrafn Gunnarsson er kapteinn Pírata. Vísir/Pjetur
Þrjátíu prósent af þeim sem segjast myndu kjósa Pírata kusu Samfylkinguna í síðustu kosningum. Aðeins um 10 prósent stuðningsmanna flokksins kusu Sjálfstæðisflokkinn en sextíu prósent voru áður stuðningsmenn Bjartrar framtíðar. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar MMR á fylgi flokkanna.

Sjá einnig: Píratar virðast óstöðvandi

Píratar er sá flokkur sem heldur flestum af sínum kjósendum; 93 prósent þeirra sem kusu flokkinn síðast myndu gera það aftur núna. Sjálfstæðisflokkurinn heldur 79 prósent sinna kjósenda samkvæmt könnuninni.

Framsóknarflokkurinn heldur aðeins í 54 prósent sinna kjósenda og Samfylkingin aðeins 49 prósent. Kjósendur Vinstri grænna halda tryggð við sinn flokk, en 76 prósent myndu kjósa flokkinn aftur í dag. Tíu prósent stuðningsmanna flokksins kusu hins vegar Samfylkinguna síðast.

Flestir kjósendur Bjartrar framtíðar hafa hins vegar yfirgefið flokkinn. Aðeins 21 prósent af þeim sem kusu flokkinn síðast myndu gera það aftur í dag. Þeir eru flestir stuðningsmenn Pírata í dag, samkvæmt könnun MMR.

Könnunin var gerð dagana 12. til 20. janúar á meðal einstaklinga 18 ára og eldri, sem valdir voru handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Þeir eru valdir úr þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar. 922 svör bárust í könnuninni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×