Pétur Blöndal: Yfirdráttur er bannorð fyrir heimili 16. október 2010 11:27 Pétur Blöndal. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vilja horfa framtíðar og að hver einasti maður einsetji sér að eftir tíu til fimmtán ár skuldi hann einungis náms- og íbúðarlán. „Menn eiga ekki að taka lán fyrir öðru." Rætt er við Pétur í Fréttablaðinu í dag. „Bílinn, símann og allt annað á að staðgreiða. Og það á aldrei að kaupa neitt á raðgreiðslum og yfirdráttur er bannorð fyrir heimili. Svo er gott að eiga þriggja til fjögurra mánaða útgjöld á lausu í banka. Svona vil ég sjá þetta." Pétur segir að maður sem skuldar sé ekki frjáls. „Þjóð sem skuldar er ekki frjáls. Heldur ekki fyrirtæki. En sá sem á inneign er frjáls. Fjölskyldu hans líður vel og það eru heilmikil verðmæti fólgin í því að eiga sparnað í stað þess að vera í vanskilum. Ég vona að þjóðin hafi náð þessu í hruninu."Mistök Sjálfstæðisflokksins Pétur segir að minnka þurfi ríkisbáknið. „Að mínu mati voru stærstu mistök Sjálfstæðisflokksins í þau átján ár sem hann var við völd að láta vöxt opinbera kerfisins viðgangast. Hann átti að stinga við fæti og það átti að leggja meira fyrir." Þá segir Pétur: „Ég tel að það eigi að skoða það að bakka með velferðarkerfið fjögur, fimm ár aftur í tímann, sjá hvað hver fékk þá, og spyrja hvort við höfum stofnað nýjar stofnanir sem hægt er að leggja niður. En svo er lykilatriði þegar menn ætla í svona niðurskurð eins og á heilbrigðisstofnununum að hafa samráð við fólk. Koma til þess og segja; hér er mikill vandi á höndum hvaða hugmyndir hefur þú um lausn?"Vill lægri starfshlutfall - ekki uppsagnir Aðferðirnar skipta líka miklu máli, að mati Péturs. „Ef segja þarf upp tíu manns á hundrað manna vinnustað á frekar að segja öllum upp tíu prósent. Færa starfshlutfall allra niður í 90 prósent. Þá viðhöldum við þekkingunni, mannauðnum í fyrirtækinu og tengingu fólks við vinnumarkaðinn og uppsögnin er ekki eins mikið áfall fyrir þessa tíu," segir Pétur í viðtalinu sem hægt er að lesa hér og hér. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vilja horfa framtíðar og að hver einasti maður einsetji sér að eftir tíu til fimmtán ár skuldi hann einungis náms- og íbúðarlán. „Menn eiga ekki að taka lán fyrir öðru." Rætt er við Pétur í Fréttablaðinu í dag. „Bílinn, símann og allt annað á að staðgreiða. Og það á aldrei að kaupa neitt á raðgreiðslum og yfirdráttur er bannorð fyrir heimili. Svo er gott að eiga þriggja til fjögurra mánaða útgjöld á lausu í banka. Svona vil ég sjá þetta." Pétur segir að maður sem skuldar sé ekki frjáls. „Þjóð sem skuldar er ekki frjáls. Heldur ekki fyrirtæki. En sá sem á inneign er frjáls. Fjölskyldu hans líður vel og það eru heilmikil verðmæti fólgin í því að eiga sparnað í stað þess að vera í vanskilum. Ég vona að þjóðin hafi náð þessu í hruninu."Mistök Sjálfstæðisflokksins Pétur segir að minnka þurfi ríkisbáknið. „Að mínu mati voru stærstu mistök Sjálfstæðisflokksins í þau átján ár sem hann var við völd að láta vöxt opinbera kerfisins viðgangast. Hann átti að stinga við fæti og það átti að leggja meira fyrir." Þá segir Pétur: „Ég tel að það eigi að skoða það að bakka með velferðarkerfið fjögur, fimm ár aftur í tímann, sjá hvað hver fékk þá, og spyrja hvort við höfum stofnað nýjar stofnanir sem hægt er að leggja niður. En svo er lykilatriði þegar menn ætla í svona niðurskurð eins og á heilbrigðisstofnununum að hafa samráð við fólk. Koma til þess og segja; hér er mikill vandi á höndum hvaða hugmyndir hefur þú um lausn?"Vill lægri starfshlutfall - ekki uppsagnir Aðferðirnar skipta líka miklu máli, að mati Péturs. „Ef segja þarf upp tíu manns á hundrað manna vinnustað á frekar að segja öllum upp tíu prósent. Færa starfshlutfall allra niður í 90 prósent. Þá viðhöldum við þekkingunni, mannauðnum í fyrirtækinu og tengingu fólks við vinnumarkaðinn og uppsögnin er ekki eins mikið áfall fyrir þessa tíu," segir Pétur í viðtalinu sem hægt er að lesa hér og hér.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira