Pétur á Sögu krefst fjögurra milljóna vegna meiðyrða Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2016 12:53 Pétur segir æruvernd mannréttindahagsmuni og auðvitað hljóti hann að kæra. Pétur Gunnlaugsson, lögmaður og útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, hefur stefnt einum einstaklingi vegna meintra meiðyrða sem sá einstaklingur birti á Facebooksíðu sinni. „Það er ekki búið að banna mér að leita atbeina dómsstóla? Auðvitað fer ég í mál.“ Pétur segist vera að skoða þetta nánar; þeir séu fleiri sem mega búast við því að verða lögsóttir. Pétur segist ekki vita hversu stór sá hópur verður. Pétur segir að um sé að ræða áburð um refsiverða háttsemi og lygar og aðdróttanir. Svo sem þær að hann sé ekki lögfræðingur, og fleira í þeim dúr.Þekkir meiðyrðalöggjöfina vel Á vefsíðunni Sandkassinn, hefur verið greint frá því að Pétur hafi stefnt lesendum síðunnar, hann krefjist hárra skaðabóta. En, þeir eru sem stendur aðeins einn. Pétur er síður en svo ókunnugur meiðyrðamálum. „Ég þurfti að fara í meiðyrðamál við Viðskiptablaðið, sem ég vann og síðan var mál nú á þessu ári en þá gekk dómur gagnvart þeim sem hirtu peninga af Flokki heimilanna. Ég gagnrýndi það. Það var lögmannastofan Lex, lögmannsstofu fjármálaráðherrans, sem var með það mál.“ Pétur vann það mál einnig. Þannig að Pétur þekkir meiðyrðalöggjöfina ágætlega.Ætlar ekki að endurtaka svívirðingarnar „Það verða fleiri ef menn halda áfram á þessari braut. Ég leita að sjálfsögðu atbeina dómsstóla til að verja hagsmuni mína og æruvernd eru mannréttindahagsmunir. Það verður að reyna að stoppa svona. En ég er hófsamur að þessu leyti.“En, hver eru þessi ummæli? „Ég ætla ekkert að fara að endurtaka þær svívirðingar. Nóg að það komi fram fyrir rétti en ég geri kröfu um að ákveðin ummæli verði dæmd dauð og ómerk.“ Pétur segist jafnframt setja fram fjárkröfur í málinu. „Bótakröfur og aðrar kröfur. Miskabótakröfu uppá fjórar milljónir,“ segir Pétur. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Pétur Gunnlaugsson, lögmaður og útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, hefur stefnt einum einstaklingi vegna meintra meiðyrða sem sá einstaklingur birti á Facebooksíðu sinni. „Það er ekki búið að banna mér að leita atbeina dómsstóla? Auðvitað fer ég í mál.“ Pétur segist vera að skoða þetta nánar; þeir séu fleiri sem mega búast við því að verða lögsóttir. Pétur segist ekki vita hversu stór sá hópur verður. Pétur segir að um sé að ræða áburð um refsiverða háttsemi og lygar og aðdróttanir. Svo sem þær að hann sé ekki lögfræðingur, og fleira í þeim dúr.Þekkir meiðyrðalöggjöfina vel Á vefsíðunni Sandkassinn, hefur verið greint frá því að Pétur hafi stefnt lesendum síðunnar, hann krefjist hárra skaðabóta. En, þeir eru sem stendur aðeins einn. Pétur er síður en svo ókunnugur meiðyrðamálum. „Ég þurfti að fara í meiðyrðamál við Viðskiptablaðið, sem ég vann og síðan var mál nú á þessu ári en þá gekk dómur gagnvart þeim sem hirtu peninga af Flokki heimilanna. Ég gagnrýndi það. Það var lögmannastofan Lex, lögmannsstofu fjármálaráðherrans, sem var með það mál.“ Pétur vann það mál einnig. Þannig að Pétur þekkir meiðyrðalöggjöfina ágætlega.Ætlar ekki að endurtaka svívirðingarnar „Það verða fleiri ef menn halda áfram á þessari braut. Ég leita að sjálfsögðu atbeina dómsstóla til að verja hagsmuni mína og æruvernd eru mannréttindahagsmunir. Það verður að reyna að stoppa svona. En ég er hófsamur að þessu leyti.“En, hver eru þessi ummæli? „Ég ætla ekkert að fara að endurtaka þær svívirðingar. Nóg að það komi fram fyrir rétti en ég geri kröfu um að ákveðin ummæli verði dæmd dauð og ómerk.“ Pétur segist jafnframt setja fram fjárkröfur í málinu. „Bótakröfur og aðrar kröfur. Miskabótakröfu uppá fjórar milljónir,“ segir Pétur.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira