Persónuvernd rannsakar birtingu myndbandsins frá Höfðatorgi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. október 2014 14:15 Myndbandið sló rækilega í gegn á netinu. Persónuvernd hefur sent erindi til þeirra sem birtu myndbandið úr öryggismyndavélinni í bílakjalllara Höfðatorgs. Farið er fram á skýringar á því hvers vegna húsfélagið á Höfðatorgi hafi haft í fórum sínum þriggja ára gamalt myndband. Í erindi Persónuverndar er einnig spurt af hverju ekki hafi verið búið að eyða myndbandinu eftir aðkomu lögreglu í málinu. Í samtali við Ölmu Tryggvadóttur, lögfræðingi hjá Persónuvernd, kemur fram að stofnunin hafi tekið málið upp að eigin frumkvæði.Myndbandið sló rækilega í gegn á netinu í síðustu viku. Þegar erindi Persónuverndar var skrifað hafði verið horft á myndbandið 455 þúsund sinnum á Youtube. Myndbandið var síðar fjarlægt þaðan en er enn í dreifingu um netheima, meðal annars sem svokölluð gif-mynd. Í erindi Persónuverndar kemur fram að ekki megi afhenda öðrum myndefni úr öryggismyndavélum nema með samþykki þeirra sem eru á myndbandinu. Undantekningar eru ef slys eða refsiverður verknaður næst á upptöku. Þá er heimilt að afhenda lögreglu myndbandið, en eyða öllum öðrum einötkum af efninu. Í erindinu segir einnig: „Þá er óheimilt að varðveita upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun lengur en í 90 daga nema lög heimili, sbr. 2. mgr. 7. gr. reglna nr. 837/2006. Ekki liggur fyrir að undantekningar ákvæðisins sem heimila lengri varðveislutíma, s.s. að varðveita hafi þurft upptöku vegna fyrirliggjandi réttarágreinings, eigi við í umræddu tilviki.“ Persónuvernd hefur einnig óskað eftir afriti af reglum húsfélagsins við Höfðatorg um rafræna vöktun. Hafi félagið ekki sett sér sérstakar reglur um vöktunina óskar Persónuvernd eftir afriti af þeirri fræðslu sem félagið veitir þeim starfsmönnum sem sjá um vöktunina. Persónuvernd óskar eftir svörum ekki síðar en 5. nóvember. Alma Tryggvadóttir bendir á að ekki sé langt síðan að Persónuvernd fjallaði um það á heimasíðu sinni að það væri óheimilt að birta myndir úr eftirlitsmyndavélum opinberlega. „Persónuvernd áréttar að samkvæmt framangreindu á ekki að afhenda öðrum en lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavél sem sýnir meinta, refsiverða háttsemi, en hún metur hvort ástæða sé til að birta upptökuna í þágu rannsóknar máls,“ segir á síðu Persónuverndar. Tengdar fréttir Hvolfdi bíl í kjallaranum á Höfðatorgi Myndband úr öryggismyndavél í bílakjallarnum við Höfðatorg sýnir mann bakka á miklum hraða á hlið og hvolfa bílnum. 22. október 2014 16:22 Fleiri voru í bílnum á Höfðatorgi Ökumaðurinn sem velti bílnum í bílageymslu Höfðatorgs var fullur. 23. október 2014 13:50 Flips car in parking garage A video from the security camera from the parking garage under Höfðatorg has been published online, where the driver of the car can be seen trying to reverse at full speed into the gate of the parking garage. 22. október 2014 17:13 Eigendur Höfðatorgs létu fjarlægja myndbandið Hefur fengið upp undir milljón áhorf á netinu. Komið í dreifingu víða. 24. október 2014 12:44 Myndbandið úr Höfðatorgi á raunhraða Myndbandið úr öryggismyndavél í Höfðatorgi vakti mikla athygli í gær. Það hefur nú verið birt á raunhraða. 23. október 2014 12:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Persónuvernd hefur sent erindi til þeirra sem birtu myndbandið úr öryggismyndavélinni í bílakjalllara Höfðatorgs. Farið er fram á skýringar á því hvers vegna húsfélagið á Höfðatorgi hafi haft í fórum sínum þriggja ára gamalt myndband. Í erindi Persónuverndar er einnig spurt af hverju ekki hafi verið búið að eyða myndbandinu eftir aðkomu lögreglu í málinu. Í samtali við Ölmu Tryggvadóttur, lögfræðingi hjá Persónuvernd, kemur fram að stofnunin hafi tekið málið upp að eigin frumkvæði.Myndbandið sló rækilega í gegn á netinu í síðustu viku. Þegar erindi Persónuverndar var skrifað hafði verið horft á myndbandið 455 þúsund sinnum á Youtube. Myndbandið var síðar fjarlægt þaðan en er enn í dreifingu um netheima, meðal annars sem svokölluð gif-mynd. Í erindi Persónuverndar kemur fram að ekki megi afhenda öðrum myndefni úr öryggismyndavélum nema með samþykki þeirra sem eru á myndbandinu. Undantekningar eru ef slys eða refsiverður verknaður næst á upptöku. Þá er heimilt að afhenda lögreglu myndbandið, en eyða öllum öðrum einötkum af efninu. Í erindinu segir einnig: „Þá er óheimilt að varðveita upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun lengur en í 90 daga nema lög heimili, sbr. 2. mgr. 7. gr. reglna nr. 837/2006. Ekki liggur fyrir að undantekningar ákvæðisins sem heimila lengri varðveislutíma, s.s. að varðveita hafi þurft upptöku vegna fyrirliggjandi réttarágreinings, eigi við í umræddu tilviki.“ Persónuvernd hefur einnig óskað eftir afriti af reglum húsfélagsins við Höfðatorg um rafræna vöktun. Hafi félagið ekki sett sér sérstakar reglur um vöktunina óskar Persónuvernd eftir afriti af þeirri fræðslu sem félagið veitir þeim starfsmönnum sem sjá um vöktunina. Persónuvernd óskar eftir svörum ekki síðar en 5. nóvember. Alma Tryggvadóttir bendir á að ekki sé langt síðan að Persónuvernd fjallaði um það á heimasíðu sinni að það væri óheimilt að birta myndir úr eftirlitsmyndavélum opinberlega. „Persónuvernd áréttar að samkvæmt framangreindu á ekki að afhenda öðrum en lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavél sem sýnir meinta, refsiverða háttsemi, en hún metur hvort ástæða sé til að birta upptökuna í þágu rannsóknar máls,“ segir á síðu Persónuverndar.
Tengdar fréttir Hvolfdi bíl í kjallaranum á Höfðatorgi Myndband úr öryggismyndavél í bílakjallarnum við Höfðatorg sýnir mann bakka á miklum hraða á hlið og hvolfa bílnum. 22. október 2014 16:22 Fleiri voru í bílnum á Höfðatorgi Ökumaðurinn sem velti bílnum í bílageymslu Höfðatorgs var fullur. 23. október 2014 13:50 Flips car in parking garage A video from the security camera from the parking garage under Höfðatorg has been published online, where the driver of the car can be seen trying to reverse at full speed into the gate of the parking garage. 22. október 2014 17:13 Eigendur Höfðatorgs létu fjarlægja myndbandið Hefur fengið upp undir milljón áhorf á netinu. Komið í dreifingu víða. 24. október 2014 12:44 Myndbandið úr Höfðatorgi á raunhraða Myndbandið úr öryggismyndavél í Höfðatorgi vakti mikla athygli í gær. Það hefur nú verið birt á raunhraða. 23. október 2014 12:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Hvolfdi bíl í kjallaranum á Höfðatorgi Myndband úr öryggismyndavél í bílakjallarnum við Höfðatorg sýnir mann bakka á miklum hraða á hlið og hvolfa bílnum. 22. október 2014 16:22
Fleiri voru í bílnum á Höfðatorgi Ökumaðurinn sem velti bílnum í bílageymslu Höfðatorgs var fullur. 23. október 2014 13:50
Flips car in parking garage A video from the security camera from the parking garage under Höfðatorg has been published online, where the driver of the car can be seen trying to reverse at full speed into the gate of the parking garage. 22. október 2014 17:13
Eigendur Höfðatorgs létu fjarlægja myndbandið Hefur fengið upp undir milljón áhorf á netinu. Komið í dreifingu víða. 24. október 2014 12:44
Myndbandið úr Höfðatorgi á raunhraða Myndbandið úr öryggismyndavél í Höfðatorgi vakti mikla athygli í gær. Það hefur nú verið birt á raunhraða. 23. október 2014 12:20