Pawel og RNH fá frelsisverðlaun SUS Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 23. maí 2014 10:13 Pawel Bartoszek fær verðlaunin fyrir áralanga frelsisbaráttu sína. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefur ákveðið að veita þeim Pawel Bartoszek og Rannsóknarsetri um Nýsköpun og Hagvöxt, RNH, Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar 2014. Verðlaunin verða afhent í dag, föstudag, kl. 17:30 í Valhöll. Í tilkynningu frá SUS segir að verðlaunin hljóti einstaklingur og lögaðili sem að mati stjórnar sambandsins hafi aukið veg frelsishugsjónarinnar á Íslandi. Pawel Bartoszek fær verðlaunin fyrir áralanga frelsisbaráttu sína. „Pistlaskrif Pawels hafa vakið verðskuldaða athygli og honum tekist að hafa mikil og góð áhrif á opinbera umræðu. Óhætt er að segja að frelsisunnendur eigi fáa eins góða málsvara og Pawel. Hann hefur verið óhræddur við að taka slaginn á opinberum vettvangi, sama hvort málstaðurinn teljist vera vinsæll eða óvinsæll, og er traustur málsvari einstaklingsfrelsisins. Pawel, sem er Íslendingur af pólskum uppruna, á einnig þakkir skildar fyrir skrif sín um æskuárin sín í Póllandi. Þar varpar hann á skemmtilegan hátt ljósi á kommúnistastjórn Wojceicj Jaruzelski, síðasta leiðtoga Alþýðuveldisins Póllands,“ segir í tilkynningunni. Um verðlaun RNH segir í tilkynningunni: „Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt var sett á fót árið 2009. Tilgangur RNH er að rannsaka hvað örvi og hindri nýsköpun og hagvöxt. Í rannsóknum stofnunarinnar er sérstaklega beint sjónum að því, hvernig menn geti með sjálfsprottinni samvinnu, viðskiptum í stað valdboðs, fullnægt þörfum sínum og bætt kjörin. RNH hefur staðið fyrir fjölmörgum ráðstefnum og erindum, og fengið til landsins marga erlenda fræðimenn og áhugamenn um frelsi til þess að flytja erindi fyrir Íslendinga um gildi frelsisins. Þá sinnir RNH einnig rannsóknastarfi á sviðum sem tengjast sköttum og tekjudreifingu, auðlindanýtingu og umhverfisvernd og nýsköpun og framkvæmdamenn. Auk þess hefur RNH fjallað á öflugan hátt um minningu fórnarlambanna, þeirra sem létust vegna alræðisstefna 20. aldar.“ Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2007 en meðal fyrri verðlaunahafa eru Andri Snær Magnason, Margrét Pála Ólafsdóttir, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Samtökin '78 og Advice hópurinn. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefur ákveðið að veita þeim Pawel Bartoszek og Rannsóknarsetri um Nýsköpun og Hagvöxt, RNH, Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar 2014. Verðlaunin verða afhent í dag, föstudag, kl. 17:30 í Valhöll. Í tilkynningu frá SUS segir að verðlaunin hljóti einstaklingur og lögaðili sem að mati stjórnar sambandsins hafi aukið veg frelsishugsjónarinnar á Íslandi. Pawel Bartoszek fær verðlaunin fyrir áralanga frelsisbaráttu sína. „Pistlaskrif Pawels hafa vakið verðskuldaða athygli og honum tekist að hafa mikil og góð áhrif á opinbera umræðu. Óhætt er að segja að frelsisunnendur eigi fáa eins góða málsvara og Pawel. Hann hefur verið óhræddur við að taka slaginn á opinberum vettvangi, sama hvort málstaðurinn teljist vera vinsæll eða óvinsæll, og er traustur málsvari einstaklingsfrelsisins. Pawel, sem er Íslendingur af pólskum uppruna, á einnig þakkir skildar fyrir skrif sín um æskuárin sín í Póllandi. Þar varpar hann á skemmtilegan hátt ljósi á kommúnistastjórn Wojceicj Jaruzelski, síðasta leiðtoga Alþýðuveldisins Póllands,“ segir í tilkynningunni. Um verðlaun RNH segir í tilkynningunni: „Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt var sett á fót árið 2009. Tilgangur RNH er að rannsaka hvað örvi og hindri nýsköpun og hagvöxt. Í rannsóknum stofnunarinnar er sérstaklega beint sjónum að því, hvernig menn geti með sjálfsprottinni samvinnu, viðskiptum í stað valdboðs, fullnægt þörfum sínum og bætt kjörin. RNH hefur staðið fyrir fjölmörgum ráðstefnum og erindum, og fengið til landsins marga erlenda fræðimenn og áhugamenn um frelsi til þess að flytja erindi fyrir Íslendinga um gildi frelsisins. Þá sinnir RNH einnig rannsóknastarfi á sviðum sem tengjast sköttum og tekjudreifingu, auðlindanýtingu og umhverfisvernd og nýsköpun og framkvæmdamenn. Auk þess hefur RNH fjallað á öflugan hátt um minningu fórnarlambanna, þeirra sem létust vegna alræðisstefna 20. aldar.“ Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2007 en meðal fyrri verðlaunahafa eru Andri Snær Magnason, Margrét Pála Ólafsdóttir, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Samtökin '78 og Advice hópurinn.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira