Innlent

Passíusálmarnir lesnir um allt land

Frá Hallgrímskirkju í morgun
Frá Hallgrímskirkju í morgun Mynd/ Egill
Passíusálmum Hallgríms Péturssonar verða víða gerð skil í kirkjum landsins í tilefni af föstudeginum langa.

Passíusálmarnir eftir Hallgrím Pétursson voru gefnir fyrst út árið 1666 á Hólum og eru taldir einstæður kveðskapur um píslargöngu Jesú. Ekkert rit hefur verið prentað jafnoft á íslensku. Fyrir síðustu aldamót voru prentanirnar orðnar 80. Sálmarnir hafa einnig verið þýddir á önnur tungumál. Í tilefni af föstudeginum langa verða þeir lesnir upp víða um land.

Lestur Passíusálmanna hefst klukkan eitt í Hallgrímskirkju. Flytjendur eru hópur íslenskukennara, ungra og gamalla, frá grunnskóla að háskóla.

Lestur Passíusálmanna hefst klukkan eitt í Hallgrímskirkju.Mynd/ Egill
Frá klukkan eitt til fimm síðdegis fer fram passíusálmalestur í Grafarvogskirkju sem verður fluttur af félögum úr Samtökunum '78. Frumsamin tónlist tengd sálmunum verður flutt á milli lestra. Þá verða allir 50 Passíusálmarnir lesnir af hópi sautján Seltirninga á ýmsum aldri frá klukkan eitt til sex í dag.

Lestur Passíusálmanna fer einnig fram í Víkurkirkju í Mýrdal, í Akraneskirkju, Grindarvíkurkirkju, Ytri Njarðvíkurkirkju og Húsavíkurkirkju.

Þá verður Sr. Hjálmar Jónsson prestur í Dómkirkjunni ásamt öðrum með lestur um krossferil Krists klukkan tvö síðdegis.

Nánari upplýsingar má fá á vefsíðunni kirkjan.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×