Enski boltinn

Pardew heldur áfram að versla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Souare varð tvöfaldur meistari með Lille 2011.
Souare varð tvöfaldur meistari með Lille 2011. vísir/getty
Alan Pardew hefur verið duglegur á félagaskiptamarkaðinum síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Crystal Palace í byrjun árs.

Í síðustu viku fékk Palace miðjumanninn Jordon Mutch frá QPR og sóknarmanninn Shola Ameobi frá tyrkneska liðinu Gaziantep BB. Þar áður var liðið búið að fá sóknarmanninn Yaya Sanogo á láni frá Arsenal.

Og í dag gekk Palace frá kaupunum á vinstri bakverðinum Pape Souare frá franska liðinu Lille. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en Souare skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Palace.

Souare, sem er 24 ára gamall Senegali, en hann lék fyrir heimaland sitt á Afríkumótinu sem nú stendur yfir í Miðbaugs-Gíneu. Senegal féll út í riðlakeppninni en Souare spilaði tvo af þremur leikjum liðsins.

Crystal Palace tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Pardews þegar liðið lá, 0-1, fyrir Everton í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×