Handbolti

Pálmar: Sá það á Dorrit að hún hélt með FH

Jón Júlíus Karlsson í Kaplakrika skrifar
Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff, heilsa leikmönnum FH fyrir leikinn.
Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff, heilsa leikmönnum FH fyrir leikinn. Mynd/Vilhelm
Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson, markvörður FH, var ein af hetjum FH eftir að hann varð lokaskot leiksins í sigri FH á Haukum í kvöld, 24-23, í N1 deild karla. Pálmar var hrikalega sáttur með sigurinn sem þýðir að Haukar komast ekki í úrslitakeppnina í ár.

„Þetta var gríðarlega sæt varsla í lokin og ein sú sætasta í langan tíma. Við FH-ingar kvittuðum fallega fyrir okkur í kvöld gegn Haukunum og þetta var sæt hefnd. Það besta í þessu er að við hefndum sjálfir og af karlmennsku. Það hefði aldrei komið til greina að tapa viljandi til að koma í veg fyrir að Haukar kæmust í úrslitakeppnina," sagði Pálmar en margir FH-ingar vilja meina að Haukar hafi tapað viljandi sem varð til þess að FH komst ekki í úrslitakeppnina á síðasta tímabili.

FH lítur vel út fyrir úrslitakeppnina og Pálmar vonar að liðið sé að toppa á réttum tíma. „Það er mikill stígandi í liðinu og við erum að vinna leiki sem eru tvísýnir. Það er komið meira jafnvægi í leikinn hjá okkur og við erum til alls líklegir."

FH-ingar lögðu granna sína fyrir framan forseta lýðveldisins, Hr. Ólaf Ragnar Grímsson, og Pálmar var ekki í vafa með hvaða liði Dorrit héldi með. „Ég sá það á Dorrit að hún hélt með FH."






Tengdar fréttir

Birkir Ívar: Hrikalega sárt að komast ekki í úrslitakeppnina

"Það er hrikalega sárt að komast ekki í úrslitakeppnina,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður og annar þjálfara Hauka eftir tap liðsins gegn FH í kvöld, 24-23 í spennandi leik. Tapið þýðir að Haukar komast ekki í úrslitakeppnina í ár í N1 deildinni.

Umfjöllun: FH marði eins marks sigur gegn grönnunum

FH gulltryggði sér annað sætið í N1 deild karla í kvöld með að leggja granna sína í Haukum af velli í Kaplakrika í kvöld, 24-23, í æsispennandi leik. Leikurinn var í járnum allan tímann og en FH-ingar náðu að skora sigurmarkið þegar hálf mínúta er eftir af leiknum. Með ósigrinum er einnig ljóst að möguleikar Hauka á að komast í úrslitakeppnina er nú aðeins stjarnfræðilegir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×