Erlent

Páfinn mælti gegn efnishyggju

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Páfinn sagði jólin vera þann tíma þar sem heimsbyggðin þurfi að líta í eigin barm og „komast að því hver við í raun og veru erum.“
Páfinn sagði jólin vera þann tíma þar sem heimsbyggðin þurfi að líta í eigin barm og „komast að því hver við í raun og veru erum.“ Vísir/Getty
Francis páfi varaði kaþólikka um heim allan við því að gleyma sér ekki í efnishyggjunni í árlegri jólamessu frammi fyrir um tíu þúsund manns í Péturskirkju í Vatikaninu á aðfangadagskvöld.

Páfinn sagði jólin vera þann tíma þar sem heimsbyggðin þurfi að líta í eigin barm og „komast að því hver við í raun og veru erum.“ Iðkendur trúarinnar yrðu að horfa til Jesúbarnsins sem fæddist í fátækt. Það myndi veita þeim innblástur og minna á hvað raunverulega skipti máli í lífinu.

Í samfélagi þar sem ríkir mikil sundrung og getur verið grimm ætti að leggja áherslu á samkennd og auðmýkt. Gríðarleg öryggisgæsla var við Péturskirkjuna í gærkvöldi. Rödd páfans var rám sem talið er að megi rekja til minniháttar flensu í vikunni.

Páfinn mun síðar í dag flytja sína árlegu jólamessu á Péturstorgi þar sem árlega safnast saman tugþúsundir til að hlýða á orð páfans. BBC greindi frá.

Uppfært klukkan 13:30

Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að páfi hefði ekkert minnst á flóttamenn í ræðu sinni sem var haft eftir frétt Guardian. Ræðan hefur verið birt á heimasíðu Vatikansins og páfinn minntist eftir allt saman á flóttamenn. Beðist er velvirðingar á þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×