Erlent

Páfinn fordæmdi ofsóknir gegn minnihlutahópum

vísir/ap
Frans Páfi fordæmdi grimmar trúarlegar ofsóknir og ofbeldi gegn minnihlutahópum í árlegri predikun sinni á Péturstorgi í Róm í morgun. Tugþúsundir hlýddu á predikun páfans sem ræddi sérstaklega ofbeldi gegn börnum og óskaði þess að því myndi linna. Alltof mörg tár hefðu fallið þessi jólin. Hann vísaði til fjöldamorðanna í Pakistan í síðustu viku þar sem 132 börn létu lífið og bað Jesú um að gæta barnanna og fjölskyldna þeirra.

Þá fordæmdi árásir öfgamanna í Nígeríu, Sýrlandi og Írak og óskaði þess að lausn myndi finnast á deilum Ísraels- og Palestínumanna. Hann ræddi einnig borgarastríðið í Úkraínu og ebólufaraldurinn sem geisar í Vestur-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×