Erlent

Pabbastelpa hneykslar presta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Viktoría krónprinsessa vill að faðir sinn leiði sig inn kirkjugólfið í brúðkaupinu. Mynd/ AFP.
Viktoría krónprinsessa vill að faðir sinn leiði sig inn kirkjugólfið í brúðkaupinu. Mynd/ AFP.
Viktoría, krónprinsessa Svía, er harðlega gagnrýnd af sænskum prestum þessa dagana. Ástæðan er sú að hún hefur ákveðið að faðir hennar, Karl Gústav konungur, skuli fylgja henni inn kirkjugólfið þegar að hún giftir sig í sumar.

Á Íslandi og víðar tíðkast það að faðirinn fylgi brúðinni inn kirkjugólfið við upphaf athafnar. Í Svíþjóð er hefðin hins vegar sú að brúðhjónin gangi saman inn kirkjugólfið.

Það var Anders Wjryd, erkibiskup í Svíþjóð, sem fyrstur gagnrýndi þessa tilhögun krónprinsessunnar í sænska Aftonbladet. Hann segir að þessi hefð sem hún ætli að fylgja sé of bandarísk. Jafnframt telur hann að það sé hægt að túlka þá atburðarrás þegar að faðir brúðar gefi dóttur sína af hendi til mannsefnisins þannig að konan sé veraldleg eign sem sé í raun bara að skipta um hendur í hjónavígslunni. Erkibiskupinn telur því að ameríska fyrirkomulagið beri vott um kvenfyrirlitningu.

Fleiri prestar fylgdu á eftir og nú hafa alls níu sænskir prestar gagnrýnt þetta fyrirkomulag sem prinsessan ætlar að fylgja. Þeir hafa sent henni bréf og beðið hana um að endurskoða ákvörðun sína. Einn af prestunum hefur jafnframt stofnað Facebook hóp til að mótmæla ákvörðun Viktoríu.

Prestarnir hafa hins vegar ekki sannfært prinsessuna. Hún situr föst við sinn keip og ætlar að ganga inn kirkjugólfið með pabba sínum og hitta svo mannsefnið við altarið.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×