Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Fimm frá Håland og Man City flaug á­fram

    Erling Braut Håland gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í ótrúlegum 6-0 sigri Manchester City á RB Leipzig í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Staðan í einvíginu var 1-1 eftir fyrri leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ó­trú­leg hæfi­leika­verk­smiðja Ben­fi­ca

    Benfica frá Portúgal er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það eitt og sér er ef til vill ekki það merkilegt, ótrúlegustu lið slysast langt í Meistaradeildinni ár frá ári. Að Benfica geti það þrátt fyrir að selja hverja stórstjörnuna á fætur annarri, ár eftir ár, er hins vegar ótrúlegt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Mikið af til­finningum í gangi

    „Ég er ekki viss, það var mikið af tilfinningum í gangi undir lokin,“ sagði Graham Potter, þjálfari Chelsea, eftir 2-0 sigur sinna manna á Borussia Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund vann fyrri leikinn 1-0 og sótti stíft undir lok leiks.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea sneri við taflinu gegn Dort­mund og er komið á­fram

    Chelsea hefur átt verulega erfitt uppdráttar undanfarið og var undir í einvígi sínu gegn Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir leik kvöldsins á Brúnni. Lærisveinar Graham Potter léku líklega sinn besta leik undir hans stjórn og unnu góðan 2-0 sigur. 

    Fótbolti