Kosningar 2018

Kosningar 2018

Fréttir og greinar tengdar sveitarstjórnarkosningum í maí 2018.

Fréttamynd

Frelsi til sjálfstæðs lífs

Borgararéttindi eru ein af meginstoðum í stefnumálum Pírata, og er ein af grunnstefnum flokksins. Þar segir að Píratar styðji eflingu og verndun borgararéttinda og að útvíkkun þeirra skuli miða að því að styrkja önnur réttindi.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn gleymdust

Lögmaður Borgarinnar okkar Reykjavík vakti athygli Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á því í dag að í skoðanakönnun fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fyrir Morgunblaðið vantaði tvo flokka af þeim sextán sem bjóða fram.

Innlent
Fréttamynd

Menntamál, ekki bara á tyllidögum

Í áratugi hefur umræða um mikilvægi menntunar verið fyrirferðamikil í hátíðaræðum stjórnmálamanna. Þegar niður úr pontu er stigið eru orðin gleymd og efndir litlar. Þetta er gömul saga og ný sem skólafólk þekkir.

Skoðun
Fréttamynd

Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata

Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið.

Innlent
Fréttamynd

Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar

Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa.

Innlent
Fréttamynd

Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland

Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014.

Innlent
Fréttamynd

Segir röngum upplýsingum kerfisbundið dreift

Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur segir röngum upplýsingum um biðlista á leikskóla kerfisbundið dreift í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann segir að öllum sem voru á biðlista í apríl verði boðið pláss í haust. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins bendir á að fjölskyldur verði þó enn án úrræða mánuðum saman.

Innlent
Fréttamynd

Telja sýslumenn mismuna kjósendum

Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur að ákvörðun sýslumanna að bjóða eingöngu upp á á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sínum feli í sér mismunum fyrir kjósendur í dreifbýli.

Innlent