Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar forsetakosningum sem fram fara 1. júní 2024.

Fréttamynd

Lifði af sjó­slys og tekur nú forsetaslaginn

Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður hefur gefið kost á sér til embættis forseta Íslands. Eiríkur öðlaðist landsfrægð árið 2012 þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs og var valinn maður ársins á Bylgjunni og Rás 2. Hann segist tilbúinn að taka slaginn. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðun stjórnar­flokkanna „alls ekki flókin“

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæður sem upp eru komnar varðandi forsætisráðuneytið vera mjög óvanalegar. Þó séu fordæmi fyrir því að forsætisráðherra biðji lausnar fyrir sig án þess að biðja lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Hann býst við að niðurstaða muni liggja fyrir áður en Katrín fer á Bessastaði.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin hafi ekki nema sólar­hring til að ráða ráðum sínum

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum.

Innlent
Fréttamynd

Hefur litla trú á að ríkis­stjórnin haldi út kjör­tíma­bilið

Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust.

Innlent
Fréttamynd

Jakob Frí­mann tekur ekki forsetaslaginn

Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og þingmaður Flokks fólksins, mun ekki gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. Hann kveðst styðja Katrínu Jakobsdóttur heilshugar í hennar framboði. 

Innlent
Fréttamynd

Vinstri græn vilja halda sam­starfinu á­fram

Fullur vilji er hjá Vinstri grænum að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, starfandi formanns flokksins. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann sækist eftir að leysa Katrínu af hólmi.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum.

Innlent
Fréttamynd

Katrín vildi engum spurningum svara

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfirgaf ríkistjórnarfund morgunsins án þess að gefa sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla varðandi líklegt forsetaframboð sitt. Hún sagðist vera á leið í stjórnarráðið og myndi ræða við fjölmiðla síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Það er á­kveðið óvissustig núna“

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að möguleg ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hafi ekki verið til formlegrar umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Segir könnunina von­brigði fyrir Höllu

Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram.

Innlent
Fréttamynd

Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar

Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman.

Innlent
Fréttamynd

Fram­boðið hafi ekkert með Katrínu að gera

Allt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram til forseta á morgun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem tilkynnti um forsetaframboð í dag, segir framboð sitt ekkert hafa með forsætisráðherra að gera.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“

Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 

Innlent
Fréttamynd

For­seti þing­meiri­hlutans

Á lýðveldistímanum hefur þingmeirihlutinn ítrekað reynt að sölsa undir sig forsetaembættið þannig að hann hefði bæði forsetann og forsætisráðherrann. Séra Bjarni frambjóðandi þingmeirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins féll 1952 og þjóðin kaus sér sinn eigin forseta.

Skoðun