Íslenska krónan

Íslenska krónan

Allt er viðkemur ríkisgjaldmiðlinum.

Fréttamynd

„Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjár­festar auka stöðu­töku sína með krónunni um tugi milljarða

Eftir að gengi krónunnar hafði veikst stöðugt á seinni árshelmingi 2022 eru merki um að væntingar fyrirtækja og fjárfesta hafi breyst að nýju sem endurspeglast í aukinni framvirkri gjaldeyrisstöðu viðskiptabankanna með krónunni í byrjun þessa árs. Það kann að hafa átt sinn þátt í því krónan hefur rétt úr kútnum að undanförnu og þá voru gjaldeyriskaup lífeyrissjóða í liðnum mánuði með minnsta móti um langt skeið.

Innherji
Fréttamynd

Sagan af Skapta of Skafta. Hvor bróðirinn vilt þú vera?

Skapti og Skafti eru 67 ára gamlir tvíburar og eru að stíga inn í þriðja æviskeiðið. Þeir hafa báðir sömu menntun og unnu sömu störf alla ævi. Þeir bræður eru nánir og hafa alla tíð gert allt eins. Unnu á sama vettvangi í sams konar störfum með sams konar laun og eiga jafn mörg börn.

Skoðun
Fréttamynd

Skiptu fölsuðum evru seðlum fyrir ís­lenskar krónur

Héraðssaksóknari hefur ákært fimm manns fyrir að láta út falsaða evru peningaseðla í Reykjavík árið 2020. Seðlarnir, sem voru 100 og 200 evra, voru að minnsta kosti 63 talsins og fengu fimmmenningarnir rúma milljón króna upp úr krafsinu. 

Innlent
Fréttamynd

Út­gáfa Lands­bankans á evru­bréfum ætti að styðja við gjald­eyris­markaðinn

Með sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum í evrum fyrir jafnvirði um 45 milljarða íslenskra króna er búið að eyða áhyggjum fjárfesta af endurfjármögnun bankanna sem ætti að styðja við gjaldeyrismarkaðinn. Kjörin á skuldabréfum Landsbankans voru á sambærilegu vaxtaálagi borið saman við útistandandi sértryggð evrubréf Íslandsbanka á eftirmarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Að anda í bréf­poka

Krónuhelsið er ekki lögmál. Íslenskur almenningur á ekki að þurfa að fara með æðruleysisbænina á hverjum vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans. Enn síður eigum við það skilið að þurfa að anda í bréfpoka í hvert sinn sem við borgum fyrir matarkörfuna í Krónunni. Og síðast af öllu þurfum við stjórnmálamenn sem eru svo vanmáttugir gagnvart þessu að þeir kjósa meðvitað að viðurkenna ekki vandann.

Skoðun
Fréttamynd

Heildin hafi það býsna gott

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að gögn Seðlabankans sýni að meirihluti lánþega á fasteignamarkaði hafi það býsna gott, þrátt fyrir núverandi efnahagsárferði. Áhyggjur stjórnmálamanna ættu að snúa að þeim sem ekki hafa keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hárið hans Hall­dórs og skapið hennar Sól­veigar

Sprengjuástandið sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði hefur verið einfaldað í umræðunni. Stundum alveg niður í skap Sólveigar Önnu og hár Halldórs Benjamíns. Spennustigið stafar þó auðvitað ekki af því hvernig þessar tvær aðalpersónur viðræðnanna ná saman heldur af því að fólk hér á landi býr ekki við jöfn tækifæri.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópu­sam­bandið fýsi­legur kostur í litlu hag­kerfi

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að innganga Íslands í Evrópusambandið gæti reynst vel. Hann gerir þó fyrirvara við mál sitt; ferlið sé flókið og nýr gjaldmiðill sé engin töfralausn. Aukið samstarf við nágrannaríkin gæti þó verið af hinu góða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðlabanki á hálum ís

Seðlabankinn er ekki öfundsverður þessi misserin. Verðbólga er mikil og þrálát. Vextir eru háir. Ríkisútgjöld eru ósjálfbær. Almenningur hagar ekki eyðslu sinni eins og best væri. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið þaninn. Skuldarar eru að færa húsnæðislánin sín yfir í verðtryggð lán. Tími lágra vaxta og lágrar verðbólgu horfinn sjónum. Gengi krónunnar hagar sér ekki rétt þrátt fyrir inngrip Seðlabankans og spár bankans um gengi og verðbólgu hafa ekki gengið eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Það er munur á Tene og Tortóla

Aðalvopn seðlabanka í stríðinu gegn verðbólgunni eru stýrivextir. Þeir hafa nú á örfáum árum lækkað niður í sögulegt lágmark og síðan upp í hæstu hæðir, þeir eru sveigjanleigir.

Skoðun
Fréttamynd

Heita kartaflan

Það dylst engum þessa dagana að Íslandsmetið í að kasta heitri kartöflu á milli sín er í stórhættu. Við þekkjum þetta allt of vel. Verðbólgan fer af stað og verður nánast undantekningarlaust hærri og þrálátri hér en í nágrannalöndunum.

Skoðun
Fréttamynd

Í varnarham á opnum fundi

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var í varnarham í morgun á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um áhrif verðbólgu hér á landi, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr um aðgerðir Seðlabankans síðustu misseri. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sameinumst og skerum meinið burt!

Stundum dettur maður óvart í „Lennon-íska“ trú á mannkynið og þá er um að gera að nýta það áður en ískaldur raunveruleikinn sparkar manni til baka í febrúar-slabbið.

Skoðun
Fréttamynd

Rjúfum vítahring krónunnar

Vextir á Íslandi eru með þeim hæstu sem þekkjast á byggðu bóli. Venjuleg fyrirtæki í landinu, sem eru uppistaðan í íslensku atvinnulífi, geta ekki gert skynsamlegar áætlanir fram í tímann. Hvort tveggja skerðir kjör fólksins í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Spá elleftu hækkuninni í röð

Hagfræðingar Landsbankans spá því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti um 0,5 prósentur í næstu viku. Gangi þessi spá eftir verður það ellefta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð.

Viðskipti innlent