Skoðun

Rjúfum vítahring krónunnar

Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar

Vextir á Íslandi eru með þeim hæstu sem þekkjast á byggðu bóli. Venjuleg fyrirtæki í landinu, sem eru uppistaðan í íslensku atvinnulífi, geta ekki gert skynsamlegar áætlanir fram í tímann. Hvort tveggja skerðir kjör fólksins í landinu.

Orsakavaldurinn er íslenska krónan. Talsmönnum hennar er tíðrætt um hversu vel hún getur reynst sem stjórntæki þegar gefur á bátinn í okkar litla hagkerfi. Meinið er að það er krónan sjálf sem kemur okkur reglulega í efnahagslegan brotsjó. Svokallað tvíeggjað sverð.

Krónan á sterum er hliðholl heimilum í landinu en setur risastórt strik í reikninginn hjá ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Snúum dæminu við og heimilunum blæðir, en útflutningsgreinarnar græða á tá og fingri.

Úr verður vítahringur. Kunnugleg harmakvein heyrast svo á víxl, frá heimilunum einn daginn og frá útflutningsfyrirtækjum þann næsta.

Er ekki kominn tími til að stinga á kýlið og búa um hnútana svo að efnahagslegur stöðugleiki sé hér raunhæft markmið en ekki tálsýn í aðdraganda kosninga á fjögurra ára fresti?

Höfundur er í félagastjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Eygló Halldórsdóttir skrifar

Skoðun

Um dánaraðstoð

Steinunn Þórðardóttir,Oddur Steinarsson,Thelma Kristinsdóttir,Katrín Ragna Kemp,Magdalena Ásgeirsdóttir,Margrét Ólafía Tómasdóttir,Ragnar Freyr Ingvarsson,Teitur Ari Theodórsson,Theódór Skúli Sigurðsson skrifar

Skoðun

Hún

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Sjá meira


×