Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

„Fallegt að geta horft á sjálfa mig á þennan hátt“

Katrín Myrra er mikill lífskúnstner sem hefur vakið athygli bæði sem tónlistarkona og jógakennari. Hún segir innblásturinn í lífi hennar yfirleitt tengjast lífinu sjálfu, leyfir sér að finna fyrir tilfinningum sínum og elskar bæði Britney Spears og pizzu. Katrín Myrra er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Vissi ekki að hundahlaup væri íþrótt

Dýrahjúkrunarfræðingurinn Kolbrún Arna hefur hlaupið með husky-hundunum sínum í mörg ár. Hún segir mikilvægt að vera með rétta búnaðinn svo að bæði hundar og fólk njóti hlaupsins.

Samstarf
Fréttamynd

„Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“

Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu.

Lífið
Fréttamynd

Skítugasta hlaup ársins á laugardaginn

„Við hjá Krónunni höfum ávallt hvatt okkar starfsfólk og viðskiptavini til að huga að heilsusamlegu líferni og ekki síst að hafa gaman og því lá þátttaka okkar í Drulluhlaupinu í augum uppi. Við hlökkum til að hlaupa af stað inn í skemmtilegasta og drullugasta viðburð ársins og vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Krónunni en Drulluhlaup Krónunnar fer fram í Mosfellsbæ á laugardaginn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fómó í vinnunni er staðreynd

Fómó er nýtt hugtak sem sérstaklega ungt fólk notar en þetta orð er tilvísun í skammstöfun á ensku; Fomo, sem stendur fyrir „fear of missing out.“

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fólk er miklu hjálpsamara en við höldum

Við skulum byrja á því að vera alveg hreinskilin: Biðjum við alltaf um hjálp þegar að við þurfum þess? Eða reynum við að redda okkur sjálf og biðjum ekki um hjálp fyrr en við erum komin í strand?

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Góð gen og fullt af peningum“

Leikkonan Jane Fonda segist ekki vera stolt af því að hafa farið í andlitslyftingu en segir peninga og góð gen ástæðu þess að hún sé talin eldast vel í viðtali við Vogue. Hún vill hvetja alla til þess að lifa lífinu sama hversu gamlir þeir eru. Sjálf er hún tæplega áttatíu og fimm ára og í fullu fjöri.

Lífið
Fréttamynd

Ertu í sumar­fríi?

Um þessar mundir er stór hluti þjóðarinnar í sumarleyfi og keppist við að njóta lífsins, hvort sem er á landinu okkar bjarta og iðjagræna eða á erlendri grundu. Flest leggjum við áherslu á að hlaða batteríin og njóta samveru með fjölskyldu eða vinum.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég hef fundið að ég díla við sorgina með hlaupum“

Útvarpskonan Ósk Gunnarsdóttir hefur unnið úr sorginni sem fylgdi föðurmissinum sem hún upplifði fyrir rúmu ári síðan með hlaupum. Í ár hleypur hún fyrir Alzheimersamtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og safnar áheitum sem renna til samtakanna. 

Lífið
Fréttamynd

Ung­linga­land­smót UMFÍ snýst um gleði og sam­veru

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Selfossi 29. til 31. júlí. Skráning er í fullum gangi og stendur til mánudagsins 25. júlí. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, segir mótið langþráðan viðburð eftir tveggja ára hlé. Þar geti allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Samstarf
Fréttamynd

Vísindaleg lausn á svefnlausum nóttum

Hinn fullkomni nætursvefn er okkur svo dýrmætur en ekki alltaf sjálfgefinn. Hann veltur nefnilega á nokkrum atriðum og fyrir utan líðan okkar og líkamlega þreytu hugum við helst að dýnunni, lýsingunni í herberginu og hitastigi. Einn þáttur vill þó gjarnan gleymast en skiptir samt höfuðmáli í bókstaflegri merkingu. Koddinn þinn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni

Að öllu jöfnu tökum við ekki út slæma þynnkudaga í vinnunni. Sumarið er þó líklegri tími til að svo geti verið. Til dæmis ef góður vinahópur hittist á fimmtudegi og það hreinlega var of gaman of lengi…

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á“

Kvíðakastið fór í loftið í lok síðasta árs og er með það markmið að fræða hlustendur um geðheilsu og geðheilbrigði. Það eru þau Sturla Brynjólfsson, Katrín Mjöll Halldórsdóttir og Nína Björg Arnarsdóttir sem eru teymið á bak við hlaðvarpið en öll eru þau barnasálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni.

Lífið