Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Náði að bjarga öllu nema eigin tann­bursta

Veg­farandi á Þing­völlum sem varð vitni að því þegar eldur kviknaði í far­þegar­útu segir að ó­trú­lega mildi að enginn hafi slasast í eldinum. Bíl­stjórinn hafi verið snar í snúningum og tekist að bjarga öllu sem hægt var að bjarga nema eigin tann­bursta.

Innlent
Fréttamynd

Rúta brann við Þing­valla­vatn

Eldur kom upp í rútu Viking bus á Gjá­bakka­vegi austan við Þing­valla­vatn á ellefta tímanum í morgun. Að sögn Péturs Péturs­sonar, slökkvi­liðs­stjóra hjá Bruna­vörnum Ár­nes­sýslu, gengu slökkvi­störf vel.

Innlent
Fréttamynd

Bíður sjálf í röð ólíkt Kardashian-systrunum

Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, segist sjálf bíða í röð eftir pylsu. Það hafi hins vegar Kardashian-systurnar ekki gert á sínum tíma. Hún segir vinsældir Bæjarins beztu vera miklar, það stafi af vinnu sem farið var í fyrir mörgum árum síðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefja gjald­töku við Fjaðrár­gljúfur

Nýjir eigendur jarðarinnar Heiðar í Skaftárhreppi, þar sem má finna náttúruperluna Fjaðrárgljúfur, hafa síðustu mánuði unnið að því að lagfæra bílastæði og göngustíga ásamt því að laga til salernisaðstöðu á svæðinu. Samhliða því hefur gjaldtaka verið tekin upp á bílastæðum á svæðinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Magnaðar myndir af sand­stormi í Reynis­fjöru

Rax fangaði stórbrotnar myndir frá Reynisfjöru í gær þar sem sandstormar herjuðu á ferðamenn. Einn fauk í sandinn og annar þurfti að bera barn sitt vegna vindsins sem fór upp í rúma 30 metra á sekúndu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta há­lendi­svaktin farin af stað

Á hverju sumri heldur fjöldi sjálfboðaliða í björgunarsveitum landsins upp á hálendið og er þar til staðar ef óhöpp eða slys verða hjá þeim fjölmörgu sem þar eiga leið um. Fyrsta hálendisvaktin bjó sig undir brottför í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn eyða langmestu í gistingu

Af kortaveltu erlendra ferðamanna sést að gistiþjónusta er sá útgjaldaliður sem jókst langmest það sem af er ári. Ferðamenn eyða sem stendur langmestu í gistingu en verslun kemur næst þar á eftir. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vitlausasta hugmyndin

Í vikunni birtust fréttir af því að OECD legði til að virðisaukaskattur (VSK) á ferðaþjónustu væri færður í efra þrep. Það er að vísu svo gömul frétt að OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggi til að svokallaðir skattastyrkir séu aflagðir til að auka tekjuöflun ríkissjóðs að það er vart fréttnæmt lengur, enda hafa slíkar tekjuöflunartillögur verið fastagestir í skýrslum þessara alþjóðastofnana síðastliðinn áratug.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðaþjónustan: Sjálfbærni og þolmörk

Samkvæmt stefnumiðum stjórnvalda og helstu hagaðila á ferðaþjónustan að þróast í samræmi við helstu einkenni sjálfbærni. Í þróunina fléttast full orkuskipti fyrir 2040, markmið um matvælaöryggi, sjálfbæra matvælaframleiðslu, orkuöryggi og sjálfbæra raforkuframleiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Leitað að teikningu Kjarvals vegna smíði brúar yfir Skaftá

Leit stendur yfir að blýantsteikningu eftir Jóhannes Kjarval af brú sem listmálarann dreymdi um að yrði lögð yfir Skaftá hjá Kirkjubæjarklaustri. Menn vonast til að hugmynd Kjarvals geti orðið fyrirmynd að göngubrú sem myndi tengja nýja gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Klaustur.

Innlent
Fréttamynd

Björgunar­sveitar­menn lánuðu konum jakkana sína

Björgunarsveitarfólk frá Stefáni í Mývatnssveit kom hópi ferðamanna til aðstoðar á Hlíðarfjalli í gærkvöldi. Fólkið hafði villst út af hefðbundinni gönguleið og komið sér í sjálfheldu undir klettabelti. Nokkurn tíma tók að koma fólkinu niður fjallið og björgunarsveitarmenn voru svo almennilegir að lána tveimur konum úr hópnum jakkana sína, enda var þeim farið að kólna talsvert.

Innlent
Fréttamynd

Lyk­il­stærð­ir í hót­el­geir­an­um að kom­ast í svip­að horf og fyr­ir faraldurinn

Í stórum dráttum eru helstu lykilstærðir í hótelgeiranum að komast í svipað horf og þær voru fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn. Dvalarlengdin er áþekk og verð í fyrrasumar, leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum, voru ekki fjarri því sem fyrir farsóttina einkum þegar leið á sumarið, að sögn formanns Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG).

Innherji