Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Kostnaður Guðrúnar við prófkjör um ein milljón króna

Kostnaður Guðrúnar Ögmundóttur alþingiskonu vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík nam einn milljón og sextíu þúsund krónum samkvæmt uppgjöri sem hún birtir á heimasíðu sinni. Þar segir Guðrún að hún hafi ákveðið að hafa að leiðarljósi reglur flokksins um heillindi og leiðbeinandi kostnað, en þar var rætt um eina milljón króna og að bannað væri að auglýsa í sjónvarpi.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi ekki minna í sex ár

Atvinnuleysi í nýliðnum októbermánuði var eitt prósent og hefur ekki verið minna í sex ár samkvæmt áætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Mikil gremja vegna búsetumála aldraðra

Mikil gremja ríkir meðal aðstandenda aldraðra og alzheimers-sjúklinga, sem eru afar ósáttir við að fjármagn til fjölgunar á rýmum hjúkrunarheimila fyrir aldraða verði ekki veitt fyrr en árin tvöþúsund og átta og níu. Ráðherra segir tímann eðlilegan og biðlista hafa styst. Leikur að tölum, segir formaður Félags aðstandenda alzheimerssjúklinga.

Innlent
Fréttamynd

Kröfu um endurnýjun hjá Samfylkingunni að mestu hafnað

Þinglið Samfylkingarinnar í höfuðborginni hélt að mestu velli í prófkjöri flokksins í gær og verða efstu sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum skipuð sömu frambjóðendum og síðast, ef frá er talin Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður, sem féll út. Í stað hennar kemur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sem náði áttunda sæti.

Innlent
Fréttamynd

Feðradeginum fagnað í fyrsta sinn á Íslandi

Í dag er feðradagurinn hér á landi en þetta er í fyrsta sinn sem hann er haldinn hátíðlegur á Íslandi. Því verður fagnað meðal annars með ráðstefnu á vegum félagsmálaráðuneytisins, Félags ábyrgra feðra og Jafnréttisstofu klukkan 14 í dag á Nordica-hótelinu.

Innlent
Fréttamynd

Æsispennandi barátta í Kraganum

Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjarrgar, tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum í prófkjöri Sjálstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flest benti til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, myndi hafa það en hún hafnaði í sjötta sæti samkvæmt lokatölum prófkjörsins.

Innlent
Fréttamynd

Steinunn Valdís eini nýliðinn í átta efstu sætunum

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, er eini nýliðinn í átta efstu sætunum hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Guðrún Ögmundsdóttir þingkona hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum kjósenda í prófkjörinu og er því á leið af þingi. Þetta varð ljóst eftir prófkjör flokksins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Árni Johnsen á leið á þing aftur

Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, er aftur á leið á þing eftir að hann varð annar í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sem fram fór í gær. Nafni hans Árni Mathiesen fjármálaráðherra varð efstur í prófkjörinu en þrír þingmenn flokksins eru á leið út.

Innlent
Fréttamynd

Árni Johnsen enn í öðru sæti í Suðurkjördæmi

Árni Johnsen er enn í í öðru sæti þegar 2600 atkvæði eða um helmingur þeirra hefur verið talinn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Árni Mathiesen fjármálaráðherra er í fyrsta sæti, Kjartan Ólafsson í þriðja sæti, Drífa Hjartardóttir áfram í því fjórða, Unnur Brá Konráðsdóttir í fimmta og Björk Guðjónsdóttir í því sjötta.

Innlent
Fréttamynd

Lokatölur komnar í prófkjöri Samfylkingarinnar

Öll atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fór í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í 1. sæti eða 3.326, Össur Skarphéðinsson 2.854 atkvæði í 1.-2. sæti og Jóhanna Sigurðardóttir 2.514 atkvæði í 1.-3. sæti.

Innlent
Fréttamynd

Jón Gunnarsson tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum

Jón Gunnarsson tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum í prófkjöri Sjálstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flest benti til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir myndi hafa það en hún hafnaði í sjötta sæti samkvæmt lokatölum prófkjörsins. 6409 tóku þátt í prófkjörinu.

Innlent
Fréttamynd

Staðan óbreytt í Suðvesturkjördæmi - styttist í lokatölur

Staðan í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi er óbreytt frá síðustu tölum en von er á lokatölum innan hálftíma. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er í fjórða sæti, nafna hennar Ragnheiður Elín Árnadóttir í því fimmta og Jón Gunnarsson í því sjötta. Búið er að telja 5900 atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Ragnheiður Ríkharðsdóttir aftur komin upp í fjórða sæti

Röð manna í sætum fjögur til sex í Suðvesturkjördæmi hefur enn einu sinni breyst og nú er Ragnheiður Ríkharðsdóttir aftur komin upp í fjórða sætið, nafna hennar Ragnheiður Elín Árnadóttir er í því fimmta og Jón Gunnarsson í því sjötta. Búið er að telja 5400 atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Árnarnir tveir í efstu sætunum - Guðjón og Gunnar á leið út

Árni Mathiesen fjármálaráðherra er í fyrsta sæti eftir að 1800 af um fimm þúsund atkvæðum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi höfðu verið talin nú klukkan 22. Í öðru sæti er Árni Johnsen, Kjartan Ólafsson í þriðja sæti, Drífa Hjartardóttir í því fjórða, Unnur Brá Konráðsdóttir í fimmta og Björk Guðjónsdóttir í því sjötta.

Innlent
Fréttamynd

Sigurstranglegur listi að skapast í kvöld

Þetta er sterkur listi, öflugur og samheldinn hópur sem er að skapast hér í kvöld og mjög sigurstranglegur fyrir okkur sjálfstæðismenn í kosningunum 12. maí. Það er mikil nýliðun, gott kynjahlutfalla og þetta er allt til fyrirmyndar hér," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og verðandi oddviti hans í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur höfðu borist frá kjörstjórn í prófkjöri sjálfstæðismanna í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Það er fínt líf eftir pólitík

„Mér líður bara mjög vel," sagði Guðrún Ögmundsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, þegar hún var innt eftir því hvernig hún hefði það eftir að fyrstu tölur sýndu að hún væri ekki meðal átta efstu frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún er það heldur ekki þegar aðeins á eftir að telja um 300 atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Sterkur listi með öflugum frambjóðendum

„Þetta er sterkur listi sem er að koma þarna og jafnræði milli kynja," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, eftir að fyrstu tölur í prófkjöri flokksins í Reykjavík höfðu verið tilkynntar.

Innlent
Fréttamynd

Staðan óbreytt í Suðvesturkjördæmi við fimmtu tölur

Staðan í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi er óbreytt eftir að fimmtu tölur bárust nú klukkan níu. Búið er að telja 4900 atkvæði. Þorgerður Katrín Gunnarsdótti, menntamálaráðherra og varaformaður flokksins, er sem fyrr í fyrsta sæti, Bjarni Benediktsson í öðru sæti, Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, er í þriðja sæti.

Innlent
Fréttamynd

Steinunn Valdís tryggir sér áttunda sætið

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, virðist hafa tryggt sér áttunda sætið á lista Samfylkingarinnar, en búið er að telja 4538 atkvæði af 4842. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er í sjötta sæti eins og þegar síðustu tölur voru birtar en Guðrún Ögmundsdóttir er á leið út af þingi.

Innlent
Fréttamynd

Ragnheiður Ríkharðsdóttir dotttin niður í sjötta sæti

Staðan í sætum 4-6 er fljót að breytast í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi því nú er Jón Gunnarsson einn í fjórða sæti, Ragnheiður Elín Árnadóttir í því fimmta og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, er komin niður í sjötta sæti, en hún var í fjórða sæti eftir fyrstu tölur. Búið er að telja 4300 atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Kjörstöðum hjá sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi lokað

Talning atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi hófst klukkan fimm en flestum kjörstöðum í kjördæminu var lokað nú klukkan átta. Talning fer fram í Tryggvaskála á Selfossi og þar verða fyrstu tölur lesnar upp klukkan tíu. Til stendur að fljúga með atkvæði frá Vestmannaeyjun nú á níunda tímanum en ekki ef verður fært í lofti verða atkvæðin flutt sjóleiðina.

Innlent
Fréttamynd

Samgöngurráðherra vill skoða styttingu vegar á þremur stöðum

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra vill skoða styttingu þjóðvegarins milli Akureyrar og Reykjavíkur á þremur stöðum, samtals um allt að tuttugu kílómetra, samkvæmt svari við fyrirspurn Halldórs Blöndals, fyrrverandi samgönguráðherra. Halldór segir hugmyndir Sturlu óraunhæfar, vegur um Stórasand sé miklu vænlegri leið tl styttingar.

Innlent
Fréttamynd

Jón og Ragnheiður jöfn í 4.-5. sæti

Jón Gunnarsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir eru jöfn í 4.-5. sæti þegar 3200 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturtkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í fyrsta sæti, Bjarni Benediktsson í öðru sæti, Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, er í þriðja sæti.

Innlent
Fréttamynd

Staðan óbreytt eftir þriðju talningu

Staðan átta efstu manna er óbreytt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þegar um 3200 af um 4800 atkvæðum hafa verið talin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, virðist hafa hlotið örugga kosningu í fyrsta sætið, Össur Skarphéðinsson er í öðru sæti og Jóhanna Sigurðardóttir í því þriðja.

Innlent
Fréttamynd

Ragnheiður og Jón hafa sætaskipti

Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur haft sætaskipti við Jón Gunnarsson og fer í sjötta sætið samkvæmt nýjustu tölum úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, en talin hafa verið 2300 atkvæði. Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, er í þriðja sæti og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, í fjórða sæti.

Innlent
Fréttamynd

Ásta Ragnheiður í sjötta og Steinunn í áttunda

Mikil tíðindi hafa orðið samkvæmt öðrum tölum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ásta Ragnheiður Jóhannessdóttir er komin í sjötta sætið og Steinun Valdís Óskarsdóttir í áttunda sætið en Kristrún Heimisdóttir í níunda sæti en var samkvæmt fyrstu tölum í sjötta.

Innlent