Innlent

Jón Gunnarsson tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum

Hann á leið inn en hún út. Ármann Kr. Ólafsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir.
Hann á leið inn en hún út. Ármann Kr. Ólafsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir. MYND/Heiða

Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjarrgar, tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum í prófkjöri Sjálstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flest benti til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, myndi hafa það en hún hafnaði í sjötta sæti samkvæmt lokatölum prófkjörsins. 6409 tóku þátt í prófkjörinu sem þýðir að kjörsókn var 55 prósent.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, tryggði sér fimmta sætið og verður að teljast líklegt að hún hafi tryggt sér þingsæti því flokkurinn hefur nú fimm þingsæti í þessu sterkasta vígi sínu í landinu. Sigurrós Þorgrímsdóttir þingkona er hins vegar á leið út því hún er ekki meðal sex efstu í prófkjörinu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson alþingismaður fengu bæði góða kosningu í fyrsta og annað sætið og þá var Ármann Kristinn Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, í þriðja sæti frá því að fyrstu tölur bárust.

Atkvæðin skiptust svo:

1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 5002 atkvæði (í 1. sæti)

2. Bjarni Benediktsson 5432 atkvæði (í 1.-2. sæti)3. Ármann Kr. Ólafsson

2595 atkvæði (í 1.-3. sæti)

4. Jón Gunnarsson 2425 atkvæði (í 1.-4. sæti)5. Ragnheiður Elín Árnadóttir

3303 atkvæði (í 1.-5. sæti)

6. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 3513 atkvæði (í 1.-6. sæti)

Baráttan um sæti fjögur til sex var hörkuspennandi frá upphafi til enda. Ragnheiður Ríkharðsdóttir var í fjórða sæti þegar fyrstu tölur bárust en þegar þriðju tölur voru lesnar upp varð ljóst að spennan yrði mikil því þá voru hún og Jón jöfn í 4.-5. sæti.

Jón náði hins vegar fjórða sætinu þegar fjórðu tölur voru lesnar og Ragnheiður var þá í sjötta en þau höfðu sætaskipti þegar sjöttu tölur bárust og þannig var það líka þegar sjöundu tölur voru lesnar. Jón tryggði sér hins vegar fjórða sætið og öruggt þingsæti í áttundu tölum sem jafnframt voru lokatölur en það kemur væntanlega í hlut Ragnheiðar Ríkharðsdóttur að berjast við að ná sjötta þingsætinu fyrir Sjálfstæðismenn í Kraganum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×