Innlent

Jón og Ragnheiður jöfn í 4.-5. sæti

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir rýna ío tölurnar fyrr í kvöld.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir rýna ío tölurnar fyrr í kvöld. MYND/NFS

Jón Gunnarsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir eru jöfn í 4.-5. sæti þegar 3200 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í fyrsta sæti, Bjarni Benediktsson í öðru sæti, Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, er í þriðja sæti.

Listinn raðast annars þannig:

1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 2637 atkvæði (í 1. sæti)

2. Bjarni Benediktsson 2844 atkvæði (í 1.-2. sæti)

3. Ármann Kr. Ólafsson 1334 atkvæði (í 1.-3. sæti)

4.-5. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 1256 atkvæði (í 1.-5. sæti)

4.-5. Jón Gunnarsson 1256 atkvæði (í 1.-5. sæti)

6. Ragnheiður Elín Árnadóttir 2184 atkvæði (í 1.-6. sæti)

Sjálfstæðismenn hafa fimm þingmenn í kjördæminu nú og því telst sjötta sætið baráttusæti flokksins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×