Óvíst hver annast kennslu í lögreglufræðum þegar haustar Þórdís Valsdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Lögreglan sinnir margvíslegum störfum. Óvíst er hvaða háskóli mun annast kennslu í lögreglufræðum en gert er ráð fyrir að það skýrist í byrjun næsta mánaðar. Fréttablaðið/Anton Brink Ekki liggur fyrir hvaða háskóli mun annast kennslu í lögreglufræðum en samkvæmt breytingum á lögreglulögum sem samþykkt voru á Alþingi 1. júní verður námið fært á háskólastig. Gert er ráð fyrir því að námið hefjist í haust og verður Lögregluskólinn formlega lagður niður 30. september. Leitað var til allra háskóla landsins við vinnslu frumvarpsins til að kanna vilja og möguleika þeirra til að taka þátt í þróun námsins og lýstu Háskóli Íslands, í samstarfi við Keili, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri yfir áhuga. Menntamálaráðherra mun sjá um að ganga til samninga við háskóla um kennslu- og rannsóknarstarfsemi í greininni. „Ekki er komin niðurstaða í það hvaða skóli mun taka að sér námið,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Þórdís segir að Ríkiskaupum hafi verið falið að óska eftir hæfum aðilum til þátttöku í auglýstu ferli um lögreglunám á háskólastigi en að ekki sé um formlegt útboð að ræða. „Vonast er til þess að hægt verði að auglýsa innan fárra daga og val á háskóla liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar.“Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, segir að háskólinn hafi sóst eftir því að annast námið og að viðræður hafi staðið yfir við innanríkisráðuneytið og þá aðila sem stýra málinu frá 2013. „Við vissum ekki betur en að þetta væri allt saman í þannig farvegi að skólarnir væru búnir að koma með sínar upplýsingar og síðan yrði einhver valinn til þess að sjá um námið. Ég botna ekkert í þessu útboðsferli eða út á hvað það á að ganga.“ Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, segir að ekki sé hægt að nota þær upplýsingar sem skólarnir hafi nú þegar látið af hendi til að taka ákvörðun í málinu. „Innanríkisráðuneytið óskaði á sínum tíma eftir tillögum frá skólunum til að nota við vinnslu frumvarpsins, það var ekki í neinu samráði við menntamálaráðuneytið.“ Vilhjálmur telur að það skorti á gæðin í ferlinu og að fyrirvarinn sé stuttur. „Það á auðvitað eftir að auglýsa eftir umsóknum frá nemendum og eftir atvikum velja nemendur,“ segir Vilhjálmur en að hans mati eru skólarnir allir í stakk búnir til að fara af stað með þetta nám með stuttum fyrirvara. Sigríður tekur undir með Vilhjálmi og telur skólana vera þrautþjálfaða í því að setja upp námsbrautir sem þessar. „Þetta mun nást í tæka tíð því skólarnir eru með infrastrúktúrinn fyrir, þetta gengur inn í háskólana sem eru með alla innviði svo ferlið í sjálfu sér mun ganga vel,“ segir Sigríður. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvaða háskóli mun annast kennslu í lögreglufræðum en samkvæmt breytingum á lögreglulögum sem samþykkt voru á Alþingi 1. júní verður námið fært á háskólastig. Gert er ráð fyrir því að námið hefjist í haust og verður Lögregluskólinn formlega lagður niður 30. september. Leitað var til allra háskóla landsins við vinnslu frumvarpsins til að kanna vilja og möguleika þeirra til að taka þátt í þróun námsins og lýstu Háskóli Íslands, í samstarfi við Keili, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri yfir áhuga. Menntamálaráðherra mun sjá um að ganga til samninga við háskóla um kennslu- og rannsóknarstarfsemi í greininni. „Ekki er komin niðurstaða í það hvaða skóli mun taka að sér námið,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Þórdís segir að Ríkiskaupum hafi verið falið að óska eftir hæfum aðilum til þátttöku í auglýstu ferli um lögreglunám á háskólastigi en að ekki sé um formlegt útboð að ræða. „Vonast er til þess að hægt verði að auglýsa innan fárra daga og val á háskóla liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar.“Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, segir að háskólinn hafi sóst eftir því að annast námið og að viðræður hafi staðið yfir við innanríkisráðuneytið og þá aðila sem stýra málinu frá 2013. „Við vissum ekki betur en að þetta væri allt saman í þannig farvegi að skólarnir væru búnir að koma með sínar upplýsingar og síðan yrði einhver valinn til þess að sjá um námið. Ég botna ekkert í þessu útboðsferli eða út á hvað það á að ganga.“ Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, segir að ekki sé hægt að nota þær upplýsingar sem skólarnir hafi nú þegar látið af hendi til að taka ákvörðun í málinu. „Innanríkisráðuneytið óskaði á sínum tíma eftir tillögum frá skólunum til að nota við vinnslu frumvarpsins, það var ekki í neinu samráði við menntamálaráðuneytið.“ Vilhjálmur telur að það skorti á gæðin í ferlinu og að fyrirvarinn sé stuttur. „Það á auðvitað eftir að auglýsa eftir umsóknum frá nemendum og eftir atvikum velja nemendur,“ segir Vilhjálmur en að hans mati eru skólarnir allir í stakk búnir til að fara af stað með þetta nám með stuttum fyrirvara. Sigríður tekur undir með Vilhjálmi og telur skólana vera þrautþjálfaða í því að setja upp námsbrautir sem þessar. „Þetta mun nást í tæka tíð því skólarnir eru með infrastrúktúrinn fyrir, þetta gengur inn í háskólana sem eru með alla innviði svo ferlið í sjálfu sér mun ganga vel,“ segir Sigríður.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira