Óvíst hver annast kennslu í lögreglufræðum þegar haustar Þórdís Valsdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Lögreglan sinnir margvíslegum störfum. Óvíst er hvaða háskóli mun annast kennslu í lögreglufræðum en gert er ráð fyrir að það skýrist í byrjun næsta mánaðar. Fréttablaðið/Anton Brink Ekki liggur fyrir hvaða háskóli mun annast kennslu í lögreglufræðum en samkvæmt breytingum á lögreglulögum sem samþykkt voru á Alþingi 1. júní verður námið fært á háskólastig. Gert er ráð fyrir því að námið hefjist í haust og verður Lögregluskólinn formlega lagður niður 30. september. Leitað var til allra háskóla landsins við vinnslu frumvarpsins til að kanna vilja og möguleika þeirra til að taka þátt í þróun námsins og lýstu Háskóli Íslands, í samstarfi við Keili, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri yfir áhuga. Menntamálaráðherra mun sjá um að ganga til samninga við háskóla um kennslu- og rannsóknarstarfsemi í greininni. „Ekki er komin niðurstaða í það hvaða skóli mun taka að sér námið,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Þórdís segir að Ríkiskaupum hafi verið falið að óska eftir hæfum aðilum til þátttöku í auglýstu ferli um lögreglunám á háskólastigi en að ekki sé um formlegt útboð að ræða. „Vonast er til þess að hægt verði að auglýsa innan fárra daga og val á háskóla liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar.“Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, segir að háskólinn hafi sóst eftir því að annast námið og að viðræður hafi staðið yfir við innanríkisráðuneytið og þá aðila sem stýra málinu frá 2013. „Við vissum ekki betur en að þetta væri allt saman í þannig farvegi að skólarnir væru búnir að koma með sínar upplýsingar og síðan yrði einhver valinn til þess að sjá um námið. Ég botna ekkert í þessu útboðsferli eða út á hvað það á að ganga.“ Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, segir að ekki sé hægt að nota þær upplýsingar sem skólarnir hafi nú þegar látið af hendi til að taka ákvörðun í málinu. „Innanríkisráðuneytið óskaði á sínum tíma eftir tillögum frá skólunum til að nota við vinnslu frumvarpsins, það var ekki í neinu samráði við menntamálaráðuneytið.“ Vilhjálmur telur að það skorti á gæðin í ferlinu og að fyrirvarinn sé stuttur. „Það á auðvitað eftir að auglýsa eftir umsóknum frá nemendum og eftir atvikum velja nemendur,“ segir Vilhjálmur en að hans mati eru skólarnir allir í stakk búnir til að fara af stað með þetta nám með stuttum fyrirvara. Sigríður tekur undir með Vilhjálmi og telur skólana vera þrautþjálfaða í því að setja upp námsbrautir sem þessar. „Þetta mun nást í tæka tíð því skólarnir eru með infrastrúktúrinn fyrir, þetta gengur inn í háskólana sem eru með alla innviði svo ferlið í sjálfu sér mun ganga vel,“ segir Sigríður. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvaða háskóli mun annast kennslu í lögreglufræðum en samkvæmt breytingum á lögreglulögum sem samþykkt voru á Alþingi 1. júní verður námið fært á háskólastig. Gert er ráð fyrir því að námið hefjist í haust og verður Lögregluskólinn formlega lagður niður 30. september. Leitað var til allra háskóla landsins við vinnslu frumvarpsins til að kanna vilja og möguleika þeirra til að taka þátt í þróun námsins og lýstu Háskóli Íslands, í samstarfi við Keili, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri yfir áhuga. Menntamálaráðherra mun sjá um að ganga til samninga við háskóla um kennslu- og rannsóknarstarfsemi í greininni. „Ekki er komin niðurstaða í það hvaða skóli mun taka að sér námið,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Þórdís segir að Ríkiskaupum hafi verið falið að óska eftir hæfum aðilum til þátttöku í auglýstu ferli um lögreglunám á háskólastigi en að ekki sé um formlegt útboð að ræða. „Vonast er til þess að hægt verði að auglýsa innan fárra daga og val á háskóla liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar.“Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, segir að háskólinn hafi sóst eftir því að annast námið og að viðræður hafi staðið yfir við innanríkisráðuneytið og þá aðila sem stýra málinu frá 2013. „Við vissum ekki betur en að þetta væri allt saman í þannig farvegi að skólarnir væru búnir að koma með sínar upplýsingar og síðan yrði einhver valinn til þess að sjá um námið. Ég botna ekkert í þessu útboðsferli eða út á hvað það á að ganga.“ Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, segir að ekki sé hægt að nota þær upplýsingar sem skólarnir hafi nú þegar látið af hendi til að taka ákvörðun í málinu. „Innanríkisráðuneytið óskaði á sínum tíma eftir tillögum frá skólunum til að nota við vinnslu frumvarpsins, það var ekki í neinu samráði við menntamálaráðuneytið.“ Vilhjálmur telur að það skorti á gæðin í ferlinu og að fyrirvarinn sé stuttur. „Það á auðvitað eftir að auglýsa eftir umsóknum frá nemendum og eftir atvikum velja nemendur,“ segir Vilhjálmur en að hans mati eru skólarnir allir í stakk búnir til að fara af stað með þetta nám með stuttum fyrirvara. Sigríður tekur undir með Vilhjálmi og telur skólana vera þrautþjálfaða í því að setja upp námsbrautir sem þessar. „Þetta mun nást í tæka tíð því skólarnir eru með infrastrúktúrinn fyrir, þetta gengur inn í háskólana sem eru með alla innviði svo ferlið í sjálfu sér mun ganga vel,“ segir Sigríður.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira