Enski boltinn

Óvinirnir sættust á jafntefli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Manchester United og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leikurinn fór fram á Old Trafford.

James Milner gerði fyrsta mark leiksins eftir um hálftíma leik og það úr vítaspyrnu. Paul Pogba hafði fengið boltann í höndina innan vítateigs og réttilega dæmd vítaspyrna. 

Staðan var 1-0 í hálfleik en leikmenn United mættu mjög ákveðnir til leiks út í þann síðari. Það ætlaði að ganga illa fyrir þá að koma boltanum í netið en það hafðist á 84. mínútu þegar Zlatan Ibrahimovic skallaði boltann í netið. 

Niðurstaðan 1-1 jafntefli sem verða teljast sanngjörn úrslit. Liverpool í þriðja sæti með 45 stig og United í því sjötta með 40 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×