Handbolti

Óvæntur sigur Arnórs og Björgvins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Þór var næstmarkahæstur í liði Bergischer.
Arnór Þór var næstmarkahæstur í liði Bergischer. vísir/getty
Bergischer vann afar óvæntan sigur á Füchse Berlin, 29-30, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Með sigrinum komst Bergischer upp úr botnsætinu. Liðið er nú fjórum stigum frá öruggu sæti.

Arnór Þór Gunnarsson var næstmarkahæstur í liði Bergischer með fimm mörk. Björgvin Páll Gústavsson varði 12 skot í markinu.

Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk fyrir Berlínarrefina sem eru í 4. sæti deildarinnar.

Lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í Balingen-Weilsttetten töpuðu með átta marka mun fyrir Melsungen, 30-22. Balingen var yfir í hálfleik, 10-11.

Balingen, sem hefur tapað þremur leikjum í röð, er í 15. sæti deildarinnar með 11 stig.

Flensburg náði fimm stiga forskoti á toppnum með 23-28 sigri á Gummersbach.

Flensburg er með 37 stig á toppi deildarinnar, fimm stigum á undan Kiel og Rhein-Neckar Löwen sem eiga þó leiki til góða á Flensburg.

Þá vann Magdeburg nauman sigur á Göppingen, 33-32.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×