Erlent

Óttast samninga við Íransstjórn

guðsteinn bjarnason skrifar
Benjamín Netanjahú heimsækir Bandaríkjaþing í óþökk Bandaríkjaforseta.
Benjamín Netanjahú heimsækir Bandaríkjaþing í óþökk Bandaríkjaforseta. fréttablaðið/EPA
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, kom til Bandaríkjanna í gær og hyggst ávarpa Bandaríkjaþing í dag. Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar ekki að vera viðstaddur.

Heimsókn Netanjahús hefur verið umdeild, ekki síst vegna þess hve stutt er í þingkosningar í Ísrael. Þær verða haldnar á laugardaginn kemur.

Netanjahú hyggst nota tækifærið til þess að fá bandaríska þingmenn ofan af því að fallast á samninga við írönsk stjórnvöld, sem myndu leyfa Írönum að halda óáreittir áfram kjarnorkuvinnslu. Netanjahú hefur sagt Ísrael vera í stórhættu fari svo að Íranar komi sér upp kjarnorkuvopnum.

Reuters-fréttastofan hefur hins vegar eftir Mohammed Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, að samkomulag muni takast ef Bandaríkjamenn geta hugsað sér að hætta refsiaðgerðum gegn Íran.

„Ef þeir vilja samning, þá verður refsiaðgerðunum að linna,“ sagði Zarif í Genf í gær. „Við teljum að öllum refsiaðgerðum þurfi að aflétta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×