Handbolti

Óttast að Guðmundur Hólmar hafi meiðst alvarlega

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Landsliðsmaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason er í gipsi eftir að hafa meiðst illa á æfingu með liði sínu, Cesson-Rennes, í Frakklandi í gær. Þetta kemur fram í viðtali mbl.is við hann.

„Ég var í hraðaupphlaupi og missteig mig mjög illa,“ sagði Guðmundur Hólmar sem segist þó ekki vera brotinn. Grunur leikur á að liðbönd í ökkla séu annað hvort sködduð eða slitin.

Guðmundur Hólmar var í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Frakklandi í janúar en Ísland spilar næstu leiki sína í undankeppni EM 2018 í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×