Erlent

Ótrúlegt vatnsfall í Kaupmannahöfn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Kaupmannahöfn í morgun.
Frá Kaupmannahöfn í morgun. Twitter/Jakob Schiøtt S. M.
Stór hluti Kaupmannahafnar minnti helst á Feneyjar í nótt eftir einhverja mestu rigningu sem menn þar í borg muna eftir. Mikil rigning varð í kjölfar þrumuveðurs í bæði höfuðborginni og Nordsjælland.

Í norðurhluta Kaupmannahafnar í nótt mældist úrkoma 119 mm en stærstur hluti þess féll á innan við hálftíma. Flætt hefur inn í fjölmarga kjallara og ökumenn eiga erfitt með að komast leiðar sinnar.

135 mm féllu á nokkrum klukkustundum í Kaupmannahöfn 2. júlí árið 2011. Meðalúrkoma í ágúst yfir allt landið er 67 mm. Hér að neðan má sjá myndband sem lýsir þeim aðstæðum sem Kaupmannahafnarbúar vöknuðu við í morgunsárið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×