Erlent

Ótrúlegt flugslys náðist á myndband

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Báðir flugmenn sluppu með minniháttar meiðsli
Báðir flugmenn sluppu með minniháttar meiðsli Vísir
Flugmaðurinn Thom Richard getur prísað sig sælan með að sleppa án teljandi meiðsla eftir að flugvél hans bilaði í upphafi flugvélakeppni í Bandaríkjunum á dögunum. Komst hann ekki af stað og þrátt fyrir merki um að bilun hefði átt sér stað fékk hann flugvélina fyrir aftan beint á sig.

Keppnin var þannig skipulögð að margar flugvélar leggja af stað af á sömu flugbrautinni í einu af mismunandi stöðum. Lítið má því út af bregða í flugtakinu en komi eitthvað upp á eiga flugmenn að gefa merki til skipuleggjanda sem setja upp flagg sem lætur aðra flugmenn vita að búið sé að hætta við flugtak.

Á myndbandinu sést Thom gefa þess konar merki en svo virðist sem að flugmaðurinn fyrir aftan hafi ekki séð flaggið sem kom upp í kjölfarið. Lendir hann því beint aftan á flugvél Thom. Líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan má afar litlu muna að mjög illa fari en vængur flugvélarinnar er aðeins millimetrum frá hausamótunum á Thom.

Hann slapp sem betur fer með minniháttar meiðsl á hendi en báðar flugvélarnar skemmdust mikið enda var höggið mikið líkt og sjá má á myndbandinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×