Innlent

Össur: Íslendingar eiga fullt af öðrum vinum

JMI skrifar
Össur Skarphéðinsson segir að Íslendingar eigi nóg af vinum.
Össur Skarphéðinsson segir að Íslendingar eigi nóg af vinum.
Utanríkisráðherra segist vera hundfúll yfir aðgerðum bandarískra stjórnvalda gegn Íslandi vegna hvalveiða. Rök bandaríkjaforseta í málinu séu þjóðinni ekki boðleg. Hann segir þó Íslendinga eiga fullt af öðrum vinaþjóðum.

Barack Obama bandaríkjaforseti fyrirskipaði í gær að grípa skyldi til diplómatískra þvingunaraðgerða gegn Íslendingum vegna hvalveiða. Fyrirmælin eru í sex liðum en þau snúa einungis að pólitískum samskiptareglum.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir rök bandaríkjaforseta ekki boðleg. Össur segir langreyðarstofninn í suður höfum vera í hættu, en hann sé það ekki hér á norðurslóðum. Hann segir það vera grátlegt að verið sé að beita vísindalega vitlausum gögnum. Ráðherrann er því síður en svo sáttur með fyrirskipun Bandaríkjaforseta og segist vera hundfúll.

Össur segir það langalvarlegasta í fyrri hótun Bandaríkjaforseta hafa verið að beita viðskiptalegum þvingunum. Það verði hins vegar ekki gert núna og Össur segir hinar diplómatísku þvinganir sem gripið verði til skipta litlu máli.

Össur segir bandarísk stjórnvöld vera að stilla sér upp fyrir kosningar og með þessu sé verið að friða náttúruverndarsamtök. Það skipti hins vegar litlu máli því Íslendingar eigi marga aðra vini. Íslendingar verði að skoða hvort vilji sé til að leita annað, svo sem til Kínverja eða Rússa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×