Öskjuhlíð verður ekki söm Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. janúar 2017 18:45 Tré verða felld í Öskjuhlíð til þess að tryggja aðflugslínu flugvéla sem fara um Reykjavíkurflugvöll. Grisjunin er hluti samkomulags sem Reykjavíkurborg gerði við Ríkið árið 2013. Undirbúningur er hafinn að því að grisja skóginn í Öskjuhlíð. Um 130 tré verða felld og ljóst að skógurinn kemur með að láta á sjá þegar trén verða fjarlægð. „Þetta verður allt önnur hlíð heldur hún er núna,“ segir Þröstur Ólafsson, formaður Skóræktarfélags Reykjavíkur. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag en þar kemur fram að trén sem verð felld nái upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu Reykjavíkurflugvallar. Isavia setti fram kröfu um að skógurinn yrði grisjaður árið 2011 en var þá harðlega gagnrýnd af Skóræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin þá á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem undirritað var árið 2013 heimilaði borgin trjáfellingu í Öskjuhlíð. „Úr því að þeir eru byrjaðir á þessu núna, þá vaxa þau tré sem eftir eru áfram og eftir fjögur fimm ár þá þarf aftur að fara grisja ef að völlurinn á að vera áfram. Þannig að þetta er ekki bara núna þetta er áframhaldandi trjáfelling í Öskjuhlíð. Menn verða að átta sig á því að það tekur eitt tré sjötíu ár að verða svona hátt. Þetta eru svona sextíu til sjötíu ára gömul tré sem hér eru og það er auðveldara að fella tré heldur en að græða nýtt og láta það vaxa og gera það að fallegu útivistarsvæði. Þannig að þetta kemur ekki til með að ná sér aftur,“ segir Þröstur. Í ljósi umræðunnar um Reykjavíkurflugvöll á undanförnum misserum segir Þröstur ákveðin þversögn í samþykkt borgarinnar við að fella trén „Mér finnst þetta mjög skrýtið að vera gera auðveldara aðflugið hér að vellinum á sama tíma og borgarstjórn hefur margsinnis ítrekað vilja hennar til þess að fjarlægja þennan flugvöll og láta hann hverfa. Þannig að þarna er annars vegar verið að stíga skref að láta hann vera um leið og maður segir að það á að láta hann fara,“ segir Þröstur.Skýtur þetta ekki svolítið skökku við í ljósi þess að borgarstjórn og borgarstjóri vill helst fá flugvöllinn úr Vatnsmýrinni?„Jú ég skil mjög vel að fólki finnist eftirsjá af þessum trjám. Við hins vegar gerðum þetta samkomulag 2013 út frá því að á meðan völlurinn væri þarna að þá þurfum við auðvitað að gæta að fyllsta öryggi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að hluti trjáa sem verður felldur verður nýttur við byggingu Ásatrúarhofs í Öskjuhlíð. Þröstur segir hins vegar að erfitt verði fyrir verktaka að grisja skóginn. „Ég á eftir að sjá þá verktaka sem að hafa tæki til þess að gera þetta á þann hátt sem að útboðsgögnin segja til um,“ segir Þröstur. Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Tré verða felld í Öskjuhlíð til þess að tryggja aðflugslínu flugvéla sem fara um Reykjavíkurflugvöll. Grisjunin er hluti samkomulags sem Reykjavíkurborg gerði við Ríkið árið 2013. Undirbúningur er hafinn að því að grisja skóginn í Öskjuhlíð. Um 130 tré verða felld og ljóst að skógurinn kemur með að láta á sjá þegar trén verða fjarlægð. „Þetta verður allt önnur hlíð heldur hún er núna,“ segir Þröstur Ólafsson, formaður Skóræktarfélags Reykjavíkur. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag en þar kemur fram að trén sem verð felld nái upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu Reykjavíkurflugvallar. Isavia setti fram kröfu um að skógurinn yrði grisjaður árið 2011 en var þá harðlega gagnrýnd af Skóræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin þá á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem undirritað var árið 2013 heimilaði borgin trjáfellingu í Öskjuhlíð. „Úr því að þeir eru byrjaðir á þessu núna, þá vaxa þau tré sem eftir eru áfram og eftir fjögur fimm ár þá þarf aftur að fara grisja ef að völlurinn á að vera áfram. Þannig að þetta er ekki bara núna þetta er áframhaldandi trjáfelling í Öskjuhlíð. Menn verða að átta sig á því að það tekur eitt tré sjötíu ár að verða svona hátt. Þetta eru svona sextíu til sjötíu ára gömul tré sem hér eru og það er auðveldara að fella tré heldur en að græða nýtt og láta það vaxa og gera það að fallegu útivistarsvæði. Þannig að þetta kemur ekki til með að ná sér aftur,“ segir Þröstur. Í ljósi umræðunnar um Reykjavíkurflugvöll á undanförnum misserum segir Þröstur ákveðin þversögn í samþykkt borgarinnar við að fella trén „Mér finnst þetta mjög skrýtið að vera gera auðveldara aðflugið hér að vellinum á sama tíma og borgarstjórn hefur margsinnis ítrekað vilja hennar til þess að fjarlægja þennan flugvöll og láta hann hverfa. Þannig að þarna er annars vegar verið að stíga skref að láta hann vera um leið og maður segir að það á að láta hann fara,“ segir Þröstur.Skýtur þetta ekki svolítið skökku við í ljósi þess að borgarstjórn og borgarstjóri vill helst fá flugvöllinn úr Vatnsmýrinni?„Jú ég skil mjög vel að fólki finnist eftirsjá af þessum trjám. Við hins vegar gerðum þetta samkomulag 2013 út frá því að á meðan völlurinn væri þarna að þá þurfum við auðvitað að gæta að fyllsta öryggi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að hluti trjáa sem verður felldur verður nýttur við byggingu Ásatrúarhofs í Öskjuhlíð. Þröstur segir hins vegar að erfitt verði fyrir verktaka að grisja skóginn. „Ég á eftir að sjá þá verktaka sem að hafa tæki til þess að gera þetta á þann hátt sem að útboðsgögnin segja til um,“ segir Þröstur.
Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00