Innlent

Óskar upplýsi um tengsl sín við Eykt

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans og fyrrverandi borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans og fyrrverandi borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, hefur óskað eftir því að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs, upplýsi um tengsl sín við byggingarfélagið Eykt. Ólafur vill einnig vita hverjir sátu umtalaðan ,,Framsóknarfögnuð" í Ráðhúsinu 14. nóvember. Hann segir að vísbendingar séu um að þar hafi vinir eða kunningjar Óskars einnig verið boðnir á kostnað borgarbúa.

,,Ekki hefur verið formlega upplýst um kostnað af þessum Framsóknarfögnuði, en undirritaður hefur upplýst að kveðjuveisla hans sem borgarstjóra, sem að sjálfsögðu var greidd af honum sjálfum og setin var af 25 samstarfsmönnum í Ráðhúsinu kostaði 288.000 krónur. Þar voru svipaðar veitingar í boði og handa hinum niðurgreiddu Framsóknarmönnum."

Segir Óskar vera spilltan fyrirgreiðslupólitíkus

Ólafur vill að Óskar upplýsi um ,,margumrædd tengsl" sín við byggingarfélagið Eykt og hvort hann hafi þegið beinar greiðslur frá félaginu eða öðrum hagsmunaaðilum í byggingariðnaði.

,,Óskar Bergsson hefur þegar sýnt það að hann er eins og a.m.k. síðasti fyrirrennari hans í oddvitasæti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins spilltur fyrirgreiðslupólitíkus og það hlýtur að vera krafa almennings að upplýst sé um hans fjárhagslegu og hagsmunalegu tengsl sem og grófa misbeitingu almannafjár."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×