Óskar eftir nýra - "Nýrun hjá mér eru að virka 5 prósent“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 11. mars 2014 22:56 Kristján þarf að mæta þrisvar í viku í blóðhreinsun. MYND/Landspítalinn „Ertu til í að leggja líf þitt í hættu fyrir náunga þinn og gefa annað nýrað þitt?“ spyr Kristján Kristjánsson, 36 ára gamall maður á Facebook–síðu sinni, sem greindist með IGA nýrnamein fyrir 10 árum síðan. Kristján er lýsingahönnuður á verkfræðistofunni Eflu og faðir þriggja barna. Sjúkdómurinn sem hann er haldinn lýsir sér þannig að nýrun hreinsa ekki blóðið og því fara öll óhreinindi aftur út í það í stað þess að nýrun losi sig við þau úr líkamanum. „Það er engin hreinsunarstarfsemi í gangi, nýrun hjá mér eru að virka 5 prósent á meðan þau eru að virka 100 prósent hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingi,“ segir Kristján. „Allar aðgerðir geta verið lífshættulegar, þannig að sá sem gefur nýrað er að leggja sig í vissa hættu. Ég veit ekki hverjar líkurnar á dauða eru nákvæmlega. Sá sem vill gefa nýrað fær sinn lækni og ráðleggingar og upplýsingar hjá lækni með það hvaða áhætta sé fólgin í því að gefa nýra,“ segir Kristján. „Þetta er meiri aðgerð fyrir þann sem gefur en þann sem þiggur.“ Sex manns hafa boðist til þess að gefa Kristjáni nýra en enginn þeirra er í sama blóðflokki og hann. „Það er algjör tilviljun að þeir sem standa mér næst eru ekki í sama blóðflokki og ég,“ segir Kristján, en hann er í blóðflokknum O plús. Kristján mætir í blóðhreinsun þrisvar sinnum í viku. Hann segir meðferðinageta tekið á en hún sé blessun og það sem heldur í honum lífinu. „Ég er þakklátur fyrir þetta meðferðarúrræði,“ segir Kritján. Meðferðin tekur fjóra klukkutíma í senn og við það bætist undirbúningur og annað. „Ætli þetta taki ekki svona fimm klukkutíma í heildina í hvert sinn.“ Hann segir það koma til greina að fá nýra úr látnum einstakling og hann er á biðlista eftir nýrum. Á honum hefur hann verið í tvö ár. „Það er engin leið að segja hversu langan tíma það getur tekið í viðbót, þess vegna einhver ár,“ segir Kristján. Hann hefur þegar fengið talsverð viðbrögð við beiðninni og vonar það besta. „Hvort ég sé vongóður? Ég hef bara ekki hugsað út í það, ég áttaði mig ekki á því að þetta færi svona víða þegar ég setti þetta inn á síðuna mína. En margir hafa nú deilt færslunni.“ Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Ertu til í að leggja líf þitt í hættu fyrir náunga þinn og gefa annað nýrað þitt?“ spyr Kristján Kristjánsson, 36 ára gamall maður á Facebook–síðu sinni, sem greindist með IGA nýrnamein fyrir 10 árum síðan. Kristján er lýsingahönnuður á verkfræðistofunni Eflu og faðir þriggja barna. Sjúkdómurinn sem hann er haldinn lýsir sér þannig að nýrun hreinsa ekki blóðið og því fara öll óhreinindi aftur út í það í stað þess að nýrun losi sig við þau úr líkamanum. „Það er engin hreinsunarstarfsemi í gangi, nýrun hjá mér eru að virka 5 prósent á meðan þau eru að virka 100 prósent hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingi,“ segir Kristján. „Allar aðgerðir geta verið lífshættulegar, þannig að sá sem gefur nýrað er að leggja sig í vissa hættu. Ég veit ekki hverjar líkurnar á dauða eru nákvæmlega. Sá sem vill gefa nýrað fær sinn lækni og ráðleggingar og upplýsingar hjá lækni með það hvaða áhætta sé fólgin í því að gefa nýra,“ segir Kristján. „Þetta er meiri aðgerð fyrir þann sem gefur en þann sem þiggur.“ Sex manns hafa boðist til þess að gefa Kristjáni nýra en enginn þeirra er í sama blóðflokki og hann. „Það er algjör tilviljun að þeir sem standa mér næst eru ekki í sama blóðflokki og ég,“ segir Kristján, en hann er í blóðflokknum O plús. Kristján mætir í blóðhreinsun þrisvar sinnum í viku. Hann segir meðferðinageta tekið á en hún sé blessun og það sem heldur í honum lífinu. „Ég er þakklátur fyrir þetta meðferðarúrræði,“ segir Kritján. Meðferðin tekur fjóra klukkutíma í senn og við það bætist undirbúningur og annað. „Ætli þetta taki ekki svona fimm klukkutíma í heildina í hvert sinn.“ Hann segir það koma til greina að fá nýra úr látnum einstakling og hann er á biðlista eftir nýrum. Á honum hefur hann verið í tvö ár. „Það er engin leið að segja hversu langan tíma það getur tekið í viðbót, þess vegna einhver ár,“ segir Kristján. Hann hefur þegar fengið talsverð viðbrögð við beiðninni og vonar það besta. „Hvort ég sé vongóður? Ég hef bara ekki hugsað út í það, ég áttaði mig ekki á því að þetta færi svona víða þegar ég setti þetta inn á síðuna mína. En margir hafa nú deilt færslunni.“
Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira