Óskar eftir aðstoð við upprunaleit sína: „Af hverju var ég skilin eftir á barnaheimili til þess að veslast upp?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júlí 2015 20:51 Kolbrún Sara deildi mynd af fyrstu skrefunum sínum á íslenskri grund. mynd/kolbrún sara „Eg fór til Kirshir í sumar og hitti fólkið mitt þar. Ef þú vilt einhvern tímann reyna að hafa upp á þínu fólki þá er ég meira en til í að hjálpa.” Svona hljóðuðu skilaboðin sem fengu Kolbrúnu Söru Larsen til að hefja leitina að uppruna sínum, „líta hvorki meira né minna en 33 ár aftur í tímann og freista þess að opna eina mjög svo þunga og lamaða hurð.“ Kolbrún Sara var einungis kornabarn þegar hún var skilin eftir á barnaheimili í Tyrklandi „til að veslast upp” eins og hún kemst að orði í Facebook-færslu sinni. Hún leitar nú aðstoðar við að hafa upp á líffræðilegum foreldrum sínum og svörunum við þeim spurningum sem hafa leitað á hana í gegnum árin. Kolbrún Sara var ættleidd af íslenskum foreldrum sem hún segir að hafi alltaf haft upplýsingar um fyrra líf hennar uppi á borðum og hafi hún því alltaf vitað að hún væri ættleidd. Það var þó vinabeiðni og skilaboðin hér að ofan sem fengu hana til að hefja leitina að upprunanum á ný, „sem snéru ryðgaðri taug í gang” eins og hún kemst að orði. „Hún verður ekki auðveld og margar hindranir eru í veginum. Enginn lykill er fyrir hendi og engin töfraþula verður kveðin. Henni gæti allt eins verið skellt aftur ef hun á annað borð lokast upp. Enn eitt er víst að rónna finn ég ekki fyrr en ég veit og skil af hverju ég varð ”fyrir” Íslands og ”eftir” Tyrklands barn,” segir Kolbrún.Finnur fyrir rótleysi og er öðruvísi þenkjandi Þrátt fyrir þetta segist hún ekki munu finna sálarró ef hún ráðist ekki í leitina. Hún verði að fá svör við því hugarangri sem hefur plagað hana síðustu ár og áratugi. „Á ég systkini? Líkist ég (líffræðilegu) mömmu minni eða pabba? Hvernig lífi lifa þau? Hvaða erfðasjúkdómar plaga fólkið mitt þarna syðra? Tengist fortíðin mín því að ég finn fyrir rótleysi og aldrei fundið fyrir heimþrá (svona eins og sumir útskýra heimþrá)? Af hverju hefur mér aldrei fundist ég tilheyra ákveðinni ætt/fjölskyldu annarri en mömmu og pabba eða afa og ömmu? Af hverju hefur mér fundist ég alltaf vera öðruvísi þenkjandi og alltaf eytt mikilli orku í að passa inn í einhvers konar fallega mynd? Ætli ég sé kannski gleymda prinsessan sem á að erfa höll með síki umkringda og þess vegna send til að deyja?“ spyr Kolbrún Sara sem efast þó um að þessu kunni nokkurn tímann verið svarað. Hún leitar því aðstoðar vina, vandamanna og annarra áhugamanna sem hún hvetur til að hafa samband við sig. „Kannski verð ég mjög fræg og þetta einstakt tækifæri til þess að rita söguna mína. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Kolbrún í lok færslu sinnar og lætur myndina hér að ofan fylgja með – „ mynd af fyrstu skrefum Tyrknesku prinsessunnar með mömmu sinni á Íslenskri grundu. Táknræn mynd fyrir fyrstu skrefin mín á vit nýrra ævintýra,“ eins og Kolbrún Sara Larsen kemst að orði. Færsluna hennar má nálgast hér að neðan en Kolbrún segist hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð síðan hún birti færsluna í gær. Nú erum við að nálgast 2ja ára búsetu í útlandinu. Þvílik upplifun og tækifæri sem við höfum fengið að njóta. Þetta var...Posted by Kolbrún Sara Larsen on Saturday, 25 July 2015 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
„Eg fór til Kirshir í sumar og hitti fólkið mitt þar. Ef þú vilt einhvern tímann reyna að hafa upp á þínu fólki þá er ég meira en til í að hjálpa.” Svona hljóðuðu skilaboðin sem fengu Kolbrúnu Söru Larsen til að hefja leitina að uppruna sínum, „líta hvorki meira né minna en 33 ár aftur í tímann og freista þess að opna eina mjög svo þunga og lamaða hurð.“ Kolbrún Sara var einungis kornabarn þegar hún var skilin eftir á barnaheimili í Tyrklandi „til að veslast upp” eins og hún kemst að orði í Facebook-færslu sinni. Hún leitar nú aðstoðar við að hafa upp á líffræðilegum foreldrum sínum og svörunum við þeim spurningum sem hafa leitað á hana í gegnum árin. Kolbrún Sara var ættleidd af íslenskum foreldrum sem hún segir að hafi alltaf haft upplýsingar um fyrra líf hennar uppi á borðum og hafi hún því alltaf vitað að hún væri ættleidd. Það var þó vinabeiðni og skilaboðin hér að ofan sem fengu hana til að hefja leitina að upprunanum á ný, „sem snéru ryðgaðri taug í gang” eins og hún kemst að orði. „Hún verður ekki auðveld og margar hindranir eru í veginum. Enginn lykill er fyrir hendi og engin töfraþula verður kveðin. Henni gæti allt eins verið skellt aftur ef hun á annað borð lokast upp. Enn eitt er víst að rónna finn ég ekki fyrr en ég veit og skil af hverju ég varð ”fyrir” Íslands og ”eftir” Tyrklands barn,” segir Kolbrún.Finnur fyrir rótleysi og er öðruvísi þenkjandi Þrátt fyrir þetta segist hún ekki munu finna sálarró ef hún ráðist ekki í leitina. Hún verði að fá svör við því hugarangri sem hefur plagað hana síðustu ár og áratugi. „Á ég systkini? Líkist ég (líffræðilegu) mömmu minni eða pabba? Hvernig lífi lifa þau? Hvaða erfðasjúkdómar plaga fólkið mitt þarna syðra? Tengist fortíðin mín því að ég finn fyrir rótleysi og aldrei fundið fyrir heimþrá (svona eins og sumir útskýra heimþrá)? Af hverju hefur mér aldrei fundist ég tilheyra ákveðinni ætt/fjölskyldu annarri en mömmu og pabba eða afa og ömmu? Af hverju hefur mér fundist ég alltaf vera öðruvísi þenkjandi og alltaf eytt mikilli orku í að passa inn í einhvers konar fallega mynd? Ætli ég sé kannski gleymda prinsessan sem á að erfa höll með síki umkringda og þess vegna send til að deyja?“ spyr Kolbrún Sara sem efast þó um að þessu kunni nokkurn tímann verið svarað. Hún leitar því aðstoðar vina, vandamanna og annarra áhugamanna sem hún hvetur til að hafa samband við sig. „Kannski verð ég mjög fræg og þetta einstakt tækifæri til þess að rita söguna mína. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Kolbrún í lok færslu sinnar og lætur myndina hér að ofan fylgja með – „ mynd af fyrstu skrefum Tyrknesku prinsessunnar með mömmu sinni á Íslenskri grundu. Táknræn mynd fyrir fyrstu skrefin mín á vit nýrra ævintýra,“ eins og Kolbrún Sara Larsen kemst að orði. Færsluna hennar má nálgast hér að neðan en Kolbrún segist hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð síðan hún birti færsluna í gær. Nú erum við að nálgast 2ja ára búsetu í útlandinu. Þvílik upplifun og tækifæri sem við höfum fengið að njóta. Þetta var...Posted by Kolbrún Sara Larsen on Saturday, 25 July 2015
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira