Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2015 16:23 Frá fundinum í fjárlaganefnd í dag. vísir/gva Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. Tillaga minnihlutans þess efnis var felld á Alþingi í vikunni en það var einmitt minnihlutinn í fjárlaganefnd sem kallaði eftir því að fulltrúar öryrkja og eldri borgara kæmu á fund nefndarinnar. Fram hefur komið að meirihluti fjárlaganefndar leggur til að bæturnar hækki um 9,7 prósent þann 1. janúar næstkomandi. Í hækkuninni felst að meðallaunahækkun þessa árs, umfram þrjú prósent hækkun bóta þann 1. janúar, er innifalin en við þetta eru eldri borgarar og öryrkjar ósáttir og telja að ekki eigi að taka þrjú prósent hækkunina inn í dæmið. Miða eigi við hækkanir í kjarasamningum á árinu síðastliðnum og bætur verði hækkaðar afturvirk í samræmi við það. Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, fór yfir þetta á fundinum og nefndi auk þess þá kröfu að bætur yrðu að lágmarki 300 þúsund krónur árið 2018 líkt og lágmarkslaun.Geri sér grein fyrir því að öryrkja geti ekki unnið sig upp í launatöflu Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði það ljóst að bætur hefðu ekki haldið í við launaþróun í landinu þó að þær ættu að gera það samkvæmt lögum um almannatryggingar. Hún sagði að stjórnmálamenn yrðu að gera sér grein fyrir því að öryrkjar hefðu ekki möguleika á að vinna sig upp ákveðna launatöflu eins og fólk á vinnumarkaði og nefndi í því samhengi að innan við eitt prósent launafólks væri á lágmarkslaunum. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, sagði staðreyndina þá að hópur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu glími við fátækt. Nefndi hún sérstaklega háa húsaleigu sem gerði mörgum eldri borgurum afar erfitt fyrir. „Sögurnar eru svo daprar að það er þyngra en tárum taki að fólk eigi ekki fyrir mat í lok mánaðarins. Þetta er lítill hópur en við þurfum að losna við fátækt úr samfélaginu. Það má ekkert koma upp á hjá þessum hópi,“ sagði Þórunn.„Svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum“ Þá benti hún nefndarmönnum í fjárlaganefnd á að þeir vissu vel hver meðalhækkun launa hefði verið í fyrra, eða 6,3 prósent. „Við teljum okkur eiga hana inni en svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum.“ Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, sagði það sama upp á teningnum hjá öryrkjum. Margir þeirri líði mikinn skort og þeim hópi fari fjölgandi. Ellen nefndi að tækifærið væri núna til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja þar sem afgangur væri á ríkissjóði og góðæri framundan. „Hér býr fólk við fátækt en við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi,“ bætti Ellen við. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, benti á það að síðan ríkisstjórnin tók við sumarið 2013 hafi 22,5 milljarðar farið í almannatryggingakerfið þar sem dregið var úr tekjutengingum. Sagði hann að það væri því ekki sanngjarnt að afgreiða það sem ekki neitt. Tengdar fréttir „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. Tillaga minnihlutans þess efnis var felld á Alþingi í vikunni en það var einmitt minnihlutinn í fjárlaganefnd sem kallaði eftir því að fulltrúar öryrkja og eldri borgara kæmu á fund nefndarinnar. Fram hefur komið að meirihluti fjárlaganefndar leggur til að bæturnar hækki um 9,7 prósent þann 1. janúar næstkomandi. Í hækkuninni felst að meðallaunahækkun þessa árs, umfram þrjú prósent hækkun bóta þann 1. janúar, er innifalin en við þetta eru eldri borgarar og öryrkjar ósáttir og telja að ekki eigi að taka þrjú prósent hækkunina inn í dæmið. Miða eigi við hækkanir í kjarasamningum á árinu síðastliðnum og bætur verði hækkaðar afturvirk í samræmi við það. Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, fór yfir þetta á fundinum og nefndi auk þess þá kröfu að bætur yrðu að lágmarki 300 þúsund krónur árið 2018 líkt og lágmarkslaun.Geri sér grein fyrir því að öryrkja geti ekki unnið sig upp í launatöflu Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði það ljóst að bætur hefðu ekki haldið í við launaþróun í landinu þó að þær ættu að gera það samkvæmt lögum um almannatryggingar. Hún sagði að stjórnmálamenn yrðu að gera sér grein fyrir því að öryrkjar hefðu ekki möguleika á að vinna sig upp ákveðna launatöflu eins og fólk á vinnumarkaði og nefndi í því samhengi að innan við eitt prósent launafólks væri á lágmarkslaunum. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, sagði staðreyndina þá að hópur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu glími við fátækt. Nefndi hún sérstaklega háa húsaleigu sem gerði mörgum eldri borgurum afar erfitt fyrir. „Sögurnar eru svo daprar að það er þyngra en tárum taki að fólk eigi ekki fyrir mat í lok mánaðarins. Þetta er lítill hópur en við þurfum að losna við fátækt úr samfélaginu. Það má ekkert koma upp á hjá þessum hópi,“ sagði Þórunn.„Svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum“ Þá benti hún nefndarmönnum í fjárlaganefnd á að þeir vissu vel hver meðalhækkun launa hefði verið í fyrra, eða 6,3 prósent. „Við teljum okkur eiga hana inni en svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum.“ Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, sagði það sama upp á teningnum hjá öryrkjum. Margir þeirri líði mikinn skort og þeim hópi fari fjölgandi. Ellen nefndi að tækifærið væri núna til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja þar sem afgangur væri á ríkissjóði og góðæri framundan. „Hér býr fólk við fátækt en við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi,“ bætti Ellen við. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, benti á það að síðan ríkisstjórnin tók við sumarið 2013 hafi 22,5 milljarðar farið í almannatryggingakerfið þar sem dregið var úr tekjutengingum. Sagði hann að það væri því ekki sanngjarnt að afgreiða það sem ekki neitt.
Tengdar fréttir „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
„Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47