Öryggismál Uber undir kastljósinu eftir ađ bílstjóri skaut sex manns til bana

 
Erlent
23:37 22. FEBRÚAR 2016
Jason Dalton.
Jason Dalton. VÍSIR/GETTY

Öryggismál leigubílaþjónustunnar Uber eru enn einu sinni undir kastljósi fjölmiðla eftir að bílstjóri sem keyrði undir merkjum Uber skaut sex til bana og særði tvo í borginni Kalamazoo í Michigan í Bandaríkjunum um helgina.

Bílstjórinn, Jason Dalton, sótti og skilaði af sér farþegum á laugardag en þar sem hann keyrði um borgina skaut hann fólk af handahófi að því er virðist vera. Hann var handtekinn um helgina.

Skotárásin hefur ýtt undir umræðu í Bandaríkjunum um hversu örugg þjónusta Uber er en fyrirtækið berst nú gegn því að þurfa að láta bílstjóra sína fara í gegnum bakgrunnsskoðun sem bandarísk yfirvöld framkvæma.

Fyrirtækið gerir sjálft sína eigin skoðun á bakgrunni þeirra sem vilja keyra fyrir það en skoðunin er að margra mati ófullnægjandi. Til að mynda hittir enginn fulltrúi Uber bílstjórana áður en þeir byrja að keyra.

Nýlega gekkst svo fyrirtækið undir sátt í San Fransisco í kjölfar þess að höfðað mál gegn því þar sem það hafði logið að viðskiptavinum sínum um hvernig öryggismálum væri háttað. Þá komu upp nokkur mál í Texas fyrr í vetur þar sem nokkrir Uber-bílstjórar voru sakaðir um að hafa kynferðislega áreitt konur sem þeir voru að keyra.

Dalton var ekki með neinn sakaferil þar til á laugardaginn þegar hann hóf að skjóta fólk til bana. Talsmaður herferðar sem berst fyrir auknu öryggi á leigubílamarkaðnum segir að þrátt fyrir það hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir að hann færi að keyra fyrir Uber, til að mynda ef einhver hefði hitt áður en hann tæki til starfa.

Uber sendi frá yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kalamazoo. Í henni segir að fyrirtækið harmi málið og það sé að gera allt sem það getur til að aðstoða lögregluna við rannsókn þess.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Öryggismál Uber undir kastljósinu eftir ađ bílstjóri skaut sex manns til bana
Fara efst