Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2014 18:30 Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. Skjálftavirkni hefur aukist í eldstöðinni síðustu daga og er hún nú meiri en verið hefur í tvö ár. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur býst ekki við að neitt stórt sé í uppsiglingu en segir að fylgst sé vel með Kötlu. Á jarðskjálftavef Veðurstofunnar hefur mátt fylgjast með hrinunni í Mýrdalsjökli í dag. Virknin hefur staðið yfir undanfarna daga en óróinn virðist hafa aukist eftir skjálfta um miðjan júní upp á rúm þrjú stig.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Vísir/Daníel.„Það er greinilega hlutfallslega mikil skjálftavirkni í Kötluöskjunni núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Stöð 2 í dag en hann var þá staddur í Þakgili við rætur Kötlu. „Þetta eru mikið grunnir skjálftar og tengjast sennilega jarðhitakerfunum. Á sama tíma hefur jarðhitavatn verið að fara í Jökulsá á Sólheimasandi og Múlakvísl.” Magnús Tumi telur mikilvægt að hafa í huga að þetta sé árlegt að virkni aukist í Kötlu á sumrin en þetta sé þó meira en undanfarin tvö ár. „Það er meiri virkni núna heldur en í fyrra og hitteðfyrra, töluvert fleiri skjálftar að minnsta kosti.”Brúin yfir Múlakvísl sópaðist af hringveginum um Mýrdalssand í Kötluhlaupi fyrir þremur árum.Mynd/Þórir Kjartansson, Vík.Síðdegis lýstu Almannavarnir yfir óvissustigi vegna upplýsinga um að hlaupvatn væri komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi en það væri mat vísindamanna Veðurstofu á þessu stigi að um lítið hlaup væri að ræða. Ferðafólk er þó beðið um að fara með gát í kringum árnar vegna hættu á aukinni brennisteinsvetnismengum. Þess er skemmst að minnast að fyrir þremur árum kom stórt jökulhlaup undan Kötlu og tók af brúna á Múlakvísl en þessa dagana er einmitt verið að taka nýja brú í notkun. Eftir þær hamfarir sáust sigkatlar í Mýrdalsjökli. Magnús segir að nú sé fylgst betur með sigkötlunum en áður. Vatnssöfnun hafi sést undir einum þeirra í vor en ekki í þeim mæli að ástæða sé til að óttast að annað slíkt jökulhlaup sé yfirvofandi.Sigkatlar í Mýrdalsjökli sem mynduðust eftir hlaupið í júlí 2011.Mynd/Landhelgisgæslan.„Við getum ekki útilokað neitt. En það er bara með Kötlu að við fylgjumst með henni,- höfum gott auga með henni, og erum bara viðbúin því sem gerist og tökum því sem að höndum ber. En ég held að það sé ekki sé nein sérstök ástæða til að halda að það sé eitthvað stórt að fara að gerast núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson. Tengdar fréttir Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. Skjálftavirkni hefur aukist í eldstöðinni síðustu daga og er hún nú meiri en verið hefur í tvö ár. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur býst ekki við að neitt stórt sé í uppsiglingu en segir að fylgst sé vel með Kötlu. Á jarðskjálftavef Veðurstofunnar hefur mátt fylgjast með hrinunni í Mýrdalsjökli í dag. Virknin hefur staðið yfir undanfarna daga en óróinn virðist hafa aukist eftir skjálfta um miðjan júní upp á rúm þrjú stig.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Vísir/Daníel.„Það er greinilega hlutfallslega mikil skjálftavirkni í Kötluöskjunni núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Stöð 2 í dag en hann var þá staddur í Þakgili við rætur Kötlu. „Þetta eru mikið grunnir skjálftar og tengjast sennilega jarðhitakerfunum. Á sama tíma hefur jarðhitavatn verið að fara í Jökulsá á Sólheimasandi og Múlakvísl.” Magnús Tumi telur mikilvægt að hafa í huga að þetta sé árlegt að virkni aukist í Kötlu á sumrin en þetta sé þó meira en undanfarin tvö ár. „Það er meiri virkni núna heldur en í fyrra og hitteðfyrra, töluvert fleiri skjálftar að minnsta kosti.”Brúin yfir Múlakvísl sópaðist af hringveginum um Mýrdalssand í Kötluhlaupi fyrir þremur árum.Mynd/Þórir Kjartansson, Vík.Síðdegis lýstu Almannavarnir yfir óvissustigi vegna upplýsinga um að hlaupvatn væri komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi en það væri mat vísindamanna Veðurstofu á þessu stigi að um lítið hlaup væri að ræða. Ferðafólk er þó beðið um að fara með gát í kringum árnar vegna hættu á aukinni brennisteinsvetnismengum. Þess er skemmst að minnast að fyrir þremur árum kom stórt jökulhlaup undan Kötlu og tók af brúna á Múlakvísl en þessa dagana er einmitt verið að taka nýja brú í notkun. Eftir þær hamfarir sáust sigkatlar í Mýrdalsjökli. Magnús segir að nú sé fylgst betur með sigkötlunum en áður. Vatnssöfnun hafi sést undir einum þeirra í vor en ekki í þeim mæli að ástæða sé til að óttast að annað slíkt jökulhlaup sé yfirvofandi.Sigkatlar í Mýrdalsjökli sem mynduðust eftir hlaupið í júlí 2011.Mynd/Landhelgisgæslan.„Við getum ekki útilokað neitt. En það er bara með Kötlu að við fylgjumst með henni,- höfum gott auga með henni, og erum bara viðbúin því sem gerist og tökum því sem að höndum ber. En ég held að það sé ekki sé nein sérstök ástæða til að halda að það sé eitthvað stórt að fara að gerast núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson.
Tengdar fréttir Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25