Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2014 18:30 Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. Skjálftavirkni hefur aukist í eldstöðinni síðustu daga og er hún nú meiri en verið hefur í tvö ár. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur býst ekki við að neitt stórt sé í uppsiglingu en segir að fylgst sé vel með Kötlu. Á jarðskjálftavef Veðurstofunnar hefur mátt fylgjast með hrinunni í Mýrdalsjökli í dag. Virknin hefur staðið yfir undanfarna daga en óróinn virðist hafa aukist eftir skjálfta um miðjan júní upp á rúm þrjú stig.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Vísir/Daníel.„Það er greinilega hlutfallslega mikil skjálftavirkni í Kötluöskjunni núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Stöð 2 í dag en hann var þá staddur í Þakgili við rætur Kötlu. „Þetta eru mikið grunnir skjálftar og tengjast sennilega jarðhitakerfunum. Á sama tíma hefur jarðhitavatn verið að fara í Jökulsá á Sólheimasandi og Múlakvísl.” Magnús Tumi telur mikilvægt að hafa í huga að þetta sé árlegt að virkni aukist í Kötlu á sumrin en þetta sé þó meira en undanfarin tvö ár. „Það er meiri virkni núna heldur en í fyrra og hitteðfyrra, töluvert fleiri skjálftar að minnsta kosti.”Brúin yfir Múlakvísl sópaðist af hringveginum um Mýrdalssand í Kötluhlaupi fyrir þremur árum.Mynd/Þórir Kjartansson, Vík.Síðdegis lýstu Almannavarnir yfir óvissustigi vegna upplýsinga um að hlaupvatn væri komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi en það væri mat vísindamanna Veðurstofu á þessu stigi að um lítið hlaup væri að ræða. Ferðafólk er þó beðið um að fara með gát í kringum árnar vegna hættu á aukinni brennisteinsvetnismengum. Þess er skemmst að minnast að fyrir þremur árum kom stórt jökulhlaup undan Kötlu og tók af brúna á Múlakvísl en þessa dagana er einmitt verið að taka nýja brú í notkun. Eftir þær hamfarir sáust sigkatlar í Mýrdalsjökli. Magnús segir að nú sé fylgst betur með sigkötlunum en áður. Vatnssöfnun hafi sést undir einum þeirra í vor en ekki í þeim mæli að ástæða sé til að óttast að annað slíkt jökulhlaup sé yfirvofandi.Sigkatlar í Mýrdalsjökli sem mynduðust eftir hlaupið í júlí 2011.Mynd/Landhelgisgæslan.„Við getum ekki útilokað neitt. En það er bara með Kötlu að við fylgjumst með henni,- höfum gott auga með henni, og erum bara viðbúin því sem gerist og tökum því sem að höndum ber. En ég held að það sé ekki sé nein sérstök ástæða til að halda að það sé eitthvað stórt að fara að gerast núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson. Tengdar fréttir Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. Skjálftavirkni hefur aukist í eldstöðinni síðustu daga og er hún nú meiri en verið hefur í tvö ár. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur býst ekki við að neitt stórt sé í uppsiglingu en segir að fylgst sé vel með Kötlu. Á jarðskjálftavef Veðurstofunnar hefur mátt fylgjast með hrinunni í Mýrdalsjökli í dag. Virknin hefur staðið yfir undanfarna daga en óróinn virðist hafa aukist eftir skjálfta um miðjan júní upp á rúm þrjú stig.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Vísir/Daníel.„Það er greinilega hlutfallslega mikil skjálftavirkni í Kötluöskjunni núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Stöð 2 í dag en hann var þá staddur í Þakgili við rætur Kötlu. „Þetta eru mikið grunnir skjálftar og tengjast sennilega jarðhitakerfunum. Á sama tíma hefur jarðhitavatn verið að fara í Jökulsá á Sólheimasandi og Múlakvísl.” Magnús Tumi telur mikilvægt að hafa í huga að þetta sé árlegt að virkni aukist í Kötlu á sumrin en þetta sé þó meira en undanfarin tvö ár. „Það er meiri virkni núna heldur en í fyrra og hitteðfyrra, töluvert fleiri skjálftar að minnsta kosti.”Brúin yfir Múlakvísl sópaðist af hringveginum um Mýrdalssand í Kötluhlaupi fyrir þremur árum.Mynd/Þórir Kjartansson, Vík.Síðdegis lýstu Almannavarnir yfir óvissustigi vegna upplýsinga um að hlaupvatn væri komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi en það væri mat vísindamanna Veðurstofu á þessu stigi að um lítið hlaup væri að ræða. Ferðafólk er þó beðið um að fara með gát í kringum árnar vegna hættu á aukinni brennisteinsvetnismengum. Þess er skemmst að minnast að fyrir þremur árum kom stórt jökulhlaup undan Kötlu og tók af brúna á Múlakvísl en þessa dagana er einmitt verið að taka nýja brú í notkun. Eftir þær hamfarir sáust sigkatlar í Mýrdalsjökli. Magnús segir að nú sé fylgst betur með sigkötlunum en áður. Vatnssöfnun hafi sést undir einum þeirra í vor en ekki í þeim mæli að ástæða sé til að óttast að annað slíkt jökulhlaup sé yfirvofandi.Sigkatlar í Mýrdalsjökli sem mynduðust eftir hlaupið í júlí 2011.Mynd/Landhelgisgæslan.„Við getum ekki útilokað neitt. En það er bara með Kötlu að við fylgjumst með henni,- höfum gott auga með henni, og erum bara viðbúin því sem gerist og tökum því sem að höndum ber. En ég held að það sé ekki sé nein sérstök ástæða til að halda að það sé eitthvað stórt að fara að gerast núna,” sagði Magnús Tumi Guðmundsson.
Tengdar fréttir Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25