Viðskipti innlent

Optimar KAPP gerir sölusamning við Johnson Controls

Birgir Olgeirsson skrifar
Optimar KAPP hefur gert samning um sölu á Optim-ICE ískrapavélunum til Johnson Controls í Frakklandi. Johnson Controls er fyrirtæki sem er leiðandi í framleiðslu á kæli og frystibúnaði í heiminum og er SABROE þeirra þekktasta vörumerki. Fyrirtækið er með yfir 170 þúsund starfsmenn og með útibú í öllum heimsálfum.

„Þetta er stór og mikilvægur samningur fyrir okkur og gerir okkur kleift að efla enn frekar sókn fyrirtækisins á alþjóðamarkaði. Þessi tímamótasamningur og sala á Optim-ICE ískrapavélum til Johnson Controls í Frakklandi nær raunar til alls frönskumælandi hluta heimsins og auk landa í Afríku, Asíu og Mið-Ameríku. Við höfum unnið að þessum samningi í langan tíma og við erum afar stoltir og ánægðir að hafa náð að landa honum,” segir Trausti Þór Ósvaldsson, þjónustu- og framleiðslustjóri hjá Optimar KAPP.

Trausti segir að hinar heimsþekktu OPTIM-ICE ískrapavélar séu mjög vinsælar á alþjóðamarkaði. „OPTIM-ICE er með eina af bestu kæliaðferðum sem fyrirfinnast í dag en ískrapavélarnar hafa einstaklega hraða niðurkælingu sem fara mjög vel með hráefnið,” segir Trausti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×