Opnar bruggsmiðju í gamla frystihúsinu á Siglufirði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2015 08:15 Marteinn við gatið þar sem pönnurnar voru áður sendar inn í frystiklefa. Klefinn mun nú hýsa bruggsmiðju. mynd/jón ólafur björgvinsson sigló.is „Það að brugga hefur lengi verið áhugamál mitt og ég hef gengið með þennan draum í maganum,“ segir Marteinn B. Haraldsson í samtali við Vísi en hann hefur komið á fót bruggsmiðjunni Segull 67 á Siglufirði. Hingað til hefur hann látið sér nægja að brugga í skúrnum heima. Upphaflega var sagt frá á Sigló.is. Brugghúsinu hefur verið valinn staður í gamla frystihúsinu á Siglufirði en Marteinn er uppalinn þar í bæ. Hann mun til að byrja með vera eini starfmaðurinn en fjölskylda og vinir munu hlaupa undir bagga þegar þörf er á. Með tíð og tíma vonast hann til að geta stækkað við sig þegar framleiðslan er farin á fullt.Merki brugghússins.„Til að byrja með munum við geta bruggað þúsund lítra í einu og það er stefnt að því að fyrstu flöskurnar mæti í búðir fyrir jólin. Vonandi verðum við komin á kranana hér á heimamörkuðum aðeins fyrr. Við munum líklega herja á árstíðarbundnu bjórana eins og aðrar míkró smiðjur hafa verið að gera.“ Áfengisleyfi Seguls 67 er komið í hús og getur vinna því hafist um leið og allt er tilbúið í húsinu. Að auki verður í húsinu aðstaða til að taka á móti gestum svo hægt verði að bjóða þeim upp á túra um húsið. „Ég hef ferðast talsvert um heiminn og víðast hvar er frelsi í áfengissölu umtalsvert meira en hér,“ segir Marteinn er regluverkið ber á góma. „Ég sjálfur væri til í að fá þetta í kjörbúðir en fyrirkomulagið virkar alveg með ÁTVR. Hins vegar finnst mér að það mætti aðeins slaka á reglum gagnvart minni brugghúsum. Vera mögulega með einhvern stimpil svipaðan Beint frá býli.“ Aðspurður um nafn smiðjunnar, Segull 67, segir Marteinn að það tengist fjölskyldunni. Segullinn vísi til nálar kompásins og talan 67 hafi lengi verið happatala ættar hans. „Afi og langaafi notuðu bílnúmerið F67 í gamla kerfinu. Ég vildi halda í það með nafninu.“Bruggkerin eru komin á sinn stað í húsinu.mynd/jón ólafur björgvinsson sigló.is Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
„Það að brugga hefur lengi verið áhugamál mitt og ég hef gengið með þennan draum í maganum,“ segir Marteinn B. Haraldsson í samtali við Vísi en hann hefur komið á fót bruggsmiðjunni Segull 67 á Siglufirði. Hingað til hefur hann látið sér nægja að brugga í skúrnum heima. Upphaflega var sagt frá á Sigló.is. Brugghúsinu hefur verið valinn staður í gamla frystihúsinu á Siglufirði en Marteinn er uppalinn þar í bæ. Hann mun til að byrja með vera eini starfmaðurinn en fjölskylda og vinir munu hlaupa undir bagga þegar þörf er á. Með tíð og tíma vonast hann til að geta stækkað við sig þegar framleiðslan er farin á fullt.Merki brugghússins.„Til að byrja með munum við geta bruggað þúsund lítra í einu og það er stefnt að því að fyrstu flöskurnar mæti í búðir fyrir jólin. Vonandi verðum við komin á kranana hér á heimamörkuðum aðeins fyrr. Við munum líklega herja á árstíðarbundnu bjórana eins og aðrar míkró smiðjur hafa verið að gera.“ Áfengisleyfi Seguls 67 er komið í hús og getur vinna því hafist um leið og allt er tilbúið í húsinu. Að auki verður í húsinu aðstaða til að taka á móti gestum svo hægt verði að bjóða þeim upp á túra um húsið. „Ég hef ferðast talsvert um heiminn og víðast hvar er frelsi í áfengissölu umtalsvert meira en hér,“ segir Marteinn er regluverkið ber á góma. „Ég sjálfur væri til í að fá þetta í kjörbúðir en fyrirkomulagið virkar alveg með ÁTVR. Hins vegar finnst mér að það mætti aðeins slaka á reglum gagnvart minni brugghúsum. Vera mögulega með einhvern stimpil svipaðan Beint frá býli.“ Aðspurður um nafn smiðjunnar, Segull 67, segir Marteinn að það tengist fjölskyldunni. Segullinn vísi til nálar kompásins og talan 67 hafi lengi verið happatala ættar hans. „Afi og langaafi notuðu bílnúmerið F67 í gamla kerfinu. Ég vildi halda í það með nafninu.“Bruggkerin eru komin á sinn stað í húsinu.mynd/jón ólafur björgvinsson sigló.is
Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira