Opinskár um nýtt typpi: „Vil vera fyrirmynd” Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 20:00 Fyrir tveimur vikum fór Alexander í átta tíma langa kynleiðréttingaraðgerð þar sem ný aðferð var notuð til að búa til typpi. Sérstaklega þunn húð af framhandlegg var notuð til að líkja eftir tilfinningu og útliti. „Þetta er stór og flókin aðgerð. Það er tekin húð og fita af hendinni og rúllað upp og gert eins og typpi og fest á mig. Svo er tekið þunnt lag af lærinu og grætt á hendina,” segir Alexander en með þessari aðferð eru tvær taugar teknar með. „Önnur er tengd húðtilfinningu og hin í snípinn sem gefur líkur á því að það verði kynferðisleg tilfinning í typpinu.” Sérstakan búnað þarf að græða seinna í Alexander svo hann hafi möguleika á að fá reisn og til að hafa þvaglát þarf að tengja þvagrásina en það er flókið og Alexander kaus að sleppa því - enda fór hann ekki í aðgerðina til að pissa standandi. „Þetta snýst aðallega um útlitið. Ég vil geta horft í spegil og verið ánægður með það sem ég sé. Ég get alveg haldið áfram að pissa sitjandi og þetta snýst ekki um kynlíf. Það er mikilvægt fyrir mig að vera ánægður með það sem ég sé þegar ég horfi á sjálfan mig.” Alexander fyrst eftir aðgerðina - en hún tók afskaplega á hann, bæði líkamlega og andlega.Alexander kom út úr skápnum sem lesbía þegar hann var átján ára. „Svo hætti það að vera nóg fyrir mig að ganga í strákalegum fötum og deita stelpur,” segir hann en hann hóf kynleiðréttingarferlið fyrir tveimur árum. Fyrst fór hann í ráðgjöf, svo í hormónameðferð. Fyrir ári fór hann í brjóstnám og um svipað leyti kynntist hann kærustunni sinni en þau eiga von á barni saman í sumar. Þau eru bæði virk í Samtökunum 78 enda eru þau bæði hinsegin eins og þau segja sjálf - jafnvel þótt þau líti út fyrir að vera gagnkynhneigt par. Alexander tók þá ákvörðun að vera sérlega opinskár um þessa persónulegu aðgerð. „Þetta er mögulega óvenjuleg leið en þar sem ég er með þeim fyrstu að fara í svona aðgerð þá vildi ég vera fyrirmynd fyrir þá sem eru yngri og geta hjálpað þeim ef þeir þurfa á að halda.” Og Alexander fær margar skrýtnar og persónulegar spurningar - og þar á meðal - hvernig það hafi verið að kíkja í fyrsta skipti. „Það var rosalega skrýtið,” svarar hann. „Enda er ég ekki kominn með tilfinningu í typpið. Ég sé þetta en það er ekki beint eins og það sé tengt við mig. En svo er notað Doppler til að hlusta á hjartsláttinn. Þannig að ég heyri alltaf hjartsláttinn sem gerir þetta raunverulegra.“ Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Fyrir tveimur vikum fór Alexander í átta tíma langa kynleiðréttingaraðgerð þar sem ný aðferð var notuð til að búa til typpi. Sérstaklega þunn húð af framhandlegg var notuð til að líkja eftir tilfinningu og útliti. „Þetta er stór og flókin aðgerð. Það er tekin húð og fita af hendinni og rúllað upp og gert eins og typpi og fest á mig. Svo er tekið þunnt lag af lærinu og grætt á hendina,” segir Alexander en með þessari aðferð eru tvær taugar teknar með. „Önnur er tengd húðtilfinningu og hin í snípinn sem gefur líkur á því að það verði kynferðisleg tilfinning í typpinu.” Sérstakan búnað þarf að græða seinna í Alexander svo hann hafi möguleika á að fá reisn og til að hafa þvaglát þarf að tengja þvagrásina en það er flókið og Alexander kaus að sleppa því - enda fór hann ekki í aðgerðina til að pissa standandi. „Þetta snýst aðallega um útlitið. Ég vil geta horft í spegil og verið ánægður með það sem ég sé. Ég get alveg haldið áfram að pissa sitjandi og þetta snýst ekki um kynlíf. Það er mikilvægt fyrir mig að vera ánægður með það sem ég sé þegar ég horfi á sjálfan mig.” Alexander fyrst eftir aðgerðina - en hún tók afskaplega á hann, bæði líkamlega og andlega.Alexander kom út úr skápnum sem lesbía þegar hann var átján ára. „Svo hætti það að vera nóg fyrir mig að ganga í strákalegum fötum og deita stelpur,” segir hann en hann hóf kynleiðréttingarferlið fyrir tveimur árum. Fyrst fór hann í ráðgjöf, svo í hormónameðferð. Fyrir ári fór hann í brjóstnám og um svipað leyti kynntist hann kærustunni sinni en þau eiga von á barni saman í sumar. Þau eru bæði virk í Samtökunum 78 enda eru þau bæði hinsegin eins og þau segja sjálf - jafnvel þótt þau líti út fyrir að vera gagnkynhneigt par. Alexander tók þá ákvörðun að vera sérlega opinskár um þessa persónulegu aðgerð. „Þetta er mögulega óvenjuleg leið en þar sem ég er með þeim fyrstu að fara í svona aðgerð þá vildi ég vera fyrirmynd fyrir þá sem eru yngri og geta hjálpað þeim ef þeir þurfa á að halda.” Og Alexander fær margar skrýtnar og persónulegar spurningar - og þar á meðal - hvernig það hafi verið að kíkja í fyrsta skipti. „Það var rosalega skrýtið,” svarar hann. „Enda er ég ekki kominn með tilfinningu í typpið. Ég sé þetta en það er ekki beint eins og það sé tengt við mig. En svo er notað Doppler til að hlusta á hjartsláttinn. Þannig að ég heyri alltaf hjartsláttinn sem gerir þetta raunverulegra.“
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent