Opið bréf til heilbrigðisráðherra Már Egilsson skrifar 7. mars 2014 07:00 Háttvirtur heilbrigðisráðherra. Þetta bréf varðar framtíð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mig langar til þess að bera undir þig tvær áríðandi spurningar sem ég vona að þú svarir sem fyrst.1) Hvernig samrýmist stefna Sjálfstæðisflokksins því að gerð sé a.m.k. 100 milljóna króna niðurskurðarkrafa til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins?Í stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um heilbrigðiskerfið segir: „Nauðsynlegt er að hverfa af braut þeirrar gegndarlausu niðurskurðarstefnu sem heilbrigðisþjónustan hefur orðið að þola um árabil. Þar skal haft að leiðarljósi að heilbrigðisstarfsfólk okkar er hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins. Leggja verður ríka áherslu á breytta forgangsröðun varðandi fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu í þágu sjúklinga og með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstétta. Heilsugæslan verði allajafna fyrsti viðkomustaður einstaklingsins við heilbrigðiskerfið en til þess að svo sé unnt verður að setja hana framar í forgang en gert hefur verið á liðnum árum.“2) Hvernig hyggst háttvirtur ráðherra bregðast við ófullnægjandi nýliðun í stétt heimilislækna? Úr upplýsingariti heilbrigðisráðuneytis um „Betri heilbrigðisþjónustu 2013-2017“ segir: „Nýliðun í heimilislækningum er ekki nægjanleg til að viðhalda óbreyttri stöðu.“ Samkvæmt könnun sem gerð var meðal lækna í sérnámi í heimilislæknum í október síðastliðnum hugnast nær engum að starfa í fullu starfi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í framtíðinni. Þar eru launakjör stærsti þátturinn. Í október síðastliðnum héldum við fund þar sem við opinberuðum vandann sem blasir við. Ekkert hefur borið á aðgerðum frá ráðuneytinu. Nýverið, 4 mánuðum síðar, hefur þó stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis sýnt samstarfsvilja og boðað okkur til nefndarvinnu þar sem fara á í nánari útfærslur á tillögum okkar. Öll vonum við að þessari vinnu muni fylgja aðgerðir með stuðningi ráðuneytisins. Við uppbyggingu sérnáms í heimilislækningum á Íslandi hafa fáir aðilar unnið þrekvirki. Nú er þó farið að gæta mikillar óánægju meðal sérnámslækna í heimilislækningum en við höfum margar góðar hugmyndir til úrbóta. Við ungu læknarnir erum ráðnir í stöður sérfræðilækna. Við sjáum einir okkar liðs um sjúklingasamlög sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að heyra undir útskrifaðan sérfræðing í heimilislækningum. Annars staðar er algengt að sérfræðingur og læknir í sérnámi deili með sér samlagi sem býður upp á aukin námstækifæri og meira öryggi. Við erum ódýrara vinnuaflið og höfum sparað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mikla fjármuni. Þessu ættu stjórnendur og heilbrigðisráðherra að vara sig á að glutra niður. Bráðnauðsynlegt er að byggja undir sérnámið í heimilislækningum og gera það að aðlaðandi valmöguleika fyrir unga lækna. Varast ber þó sérstaklega að fjölga sérnámslæknum án þess að gera neitt annað. Slíkt væri ávísun á enn meiri óánægju og enn frekari atgervisflótta. Á næstu vikum er fyrirhugaður fundur sérnámslækna í heimilislækningum með fulltrúum úr framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Þar á að ræða aðgerðir til úrbóta á brýnum vanda. Þar munum við leggja fram og útfæra okkar tillögur að úrbótum. Eigi vel að takast til þarf að bregðast skjótt við tillögum okkar til þess að efla megi heilsugæsluna og halda nauðsynlegum starfskröftum innan hennar. Ég vona að þú leggir þitt af mörkum til þess að þetta megi verða að veruleika. Með kveðju, fyrir hönd sérnámslækna í heimilislækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Háttvirtur heilbrigðisráðherra. Þetta bréf varðar framtíð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mig langar til þess að bera undir þig tvær áríðandi spurningar sem ég vona að þú svarir sem fyrst.1) Hvernig samrýmist stefna Sjálfstæðisflokksins því að gerð sé a.m.k. 100 milljóna króna niðurskurðarkrafa til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins?Í stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um heilbrigðiskerfið segir: „Nauðsynlegt er að hverfa af braut þeirrar gegndarlausu niðurskurðarstefnu sem heilbrigðisþjónustan hefur orðið að þola um árabil. Þar skal haft að leiðarljósi að heilbrigðisstarfsfólk okkar er hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins. Leggja verður ríka áherslu á breytta forgangsröðun varðandi fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu í þágu sjúklinga og með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstétta. Heilsugæslan verði allajafna fyrsti viðkomustaður einstaklingsins við heilbrigðiskerfið en til þess að svo sé unnt verður að setja hana framar í forgang en gert hefur verið á liðnum árum.“2) Hvernig hyggst háttvirtur ráðherra bregðast við ófullnægjandi nýliðun í stétt heimilislækna? Úr upplýsingariti heilbrigðisráðuneytis um „Betri heilbrigðisþjónustu 2013-2017“ segir: „Nýliðun í heimilislækningum er ekki nægjanleg til að viðhalda óbreyttri stöðu.“ Samkvæmt könnun sem gerð var meðal lækna í sérnámi í heimilislæknum í október síðastliðnum hugnast nær engum að starfa í fullu starfi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í framtíðinni. Þar eru launakjör stærsti þátturinn. Í október síðastliðnum héldum við fund þar sem við opinberuðum vandann sem blasir við. Ekkert hefur borið á aðgerðum frá ráðuneytinu. Nýverið, 4 mánuðum síðar, hefur þó stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis sýnt samstarfsvilja og boðað okkur til nefndarvinnu þar sem fara á í nánari útfærslur á tillögum okkar. Öll vonum við að þessari vinnu muni fylgja aðgerðir með stuðningi ráðuneytisins. Við uppbyggingu sérnáms í heimilislækningum á Íslandi hafa fáir aðilar unnið þrekvirki. Nú er þó farið að gæta mikillar óánægju meðal sérnámslækna í heimilislækningum en við höfum margar góðar hugmyndir til úrbóta. Við ungu læknarnir erum ráðnir í stöður sérfræðilækna. Við sjáum einir okkar liðs um sjúklingasamlög sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að heyra undir útskrifaðan sérfræðing í heimilislækningum. Annars staðar er algengt að sérfræðingur og læknir í sérnámi deili með sér samlagi sem býður upp á aukin námstækifæri og meira öryggi. Við erum ódýrara vinnuaflið og höfum sparað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mikla fjármuni. Þessu ættu stjórnendur og heilbrigðisráðherra að vara sig á að glutra niður. Bráðnauðsynlegt er að byggja undir sérnámið í heimilislækningum og gera það að aðlaðandi valmöguleika fyrir unga lækna. Varast ber þó sérstaklega að fjölga sérnámslæknum án þess að gera neitt annað. Slíkt væri ávísun á enn meiri óánægju og enn frekari atgervisflótta. Á næstu vikum er fyrirhugaður fundur sérnámslækna í heimilislækningum með fulltrúum úr framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Þar á að ræða aðgerðir til úrbóta á brýnum vanda. Þar munum við leggja fram og útfæra okkar tillögur að úrbótum. Eigi vel að takast til þarf að bregðast skjótt við tillögum okkar til þess að efla megi heilsugæsluna og halda nauðsynlegum starfskröftum innan hennar. Ég vona að þú leggir þitt af mörkum til þess að þetta megi verða að veruleika. Með kveðju, fyrir hönd sérnámslækna í heimilislækningum.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun