Opið bréf til heilbrigðisráðherra Már Egilsson skrifar 7. mars 2014 07:00 Háttvirtur heilbrigðisráðherra. Þetta bréf varðar framtíð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mig langar til þess að bera undir þig tvær áríðandi spurningar sem ég vona að þú svarir sem fyrst.1) Hvernig samrýmist stefna Sjálfstæðisflokksins því að gerð sé a.m.k. 100 milljóna króna niðurskurðarkrafa til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins?Í stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um heilbrigðiskerfið segir: „Nauðsynlegt er að hverfa af braut þeirrar gegndarlausu niðurskurðarstefnu sem heilbrigðisþjónustan hefur orðið að þola um árabil. Þar skal haft að leiðarljósi að heilbrigðisstarfsfólk okkar er hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins. Leggja verður ríka áherslu á breytta forgangsröðun varðandi fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu í þágu sjúklinga og með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstétta. Heilsugæslan verði allajafna fyrsti viðkomustaður einstaklingsins við heilbrigðiskerfið en til þess að svo sé unnt verður að setja hana framar í forgang en gert hefur verið á liðnum árum.“2) Hvernig hyggst háttvirtur ráðherra bregðast við ófullnægjandi nýliðun í stétt heimilislækna? Úr upplýsingariti heilbrigðisráðuneytis um „Betri heilbrigðisþjónustu 2013-2017“ segir: „Nýliðun í heimilislækningum er ekki nægjanleg til að viðhalda óbreyttri stöðu.“ Samkvæmt könnun sem gerð var meðal lækna í sérnámi í heimilislæknum í október síðastliðnum hugnast nær engum að starfa í fullu starfi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í framtíðinni. Þar eru launakjör stærsti þátturinn. Í október síðastliðnum héldum við fund þar sem við opinberuðum vandann sem blasir við. Ekkert hefur borið á aðgerðum frá ráðuneytinu. Nýverið, 4 mánuðum síðar, hefur þó stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis sýnt samstarfsvilja og boðað okkur til nefndarvinnu þar sem fara á í nánari útfærslur á tillögum okkar. Öll vonum við að þessari vinnu muni fylgja aðgerðir með stuðningi ráðuneytisins. Við uppbyggingu sérnáms í heimilislækningum á Íslandi hafa fáir aðilar unnið þrekvirki. Nú er þó farið að gæta mikillar óánægju meðal sérnámslækna í heimilislækningum en við höfum margar góðar hugmyndir til úrbóta. Við ungu læknarnir erum ráðnir í stöður sérfræðilækna. Við sjáum einir okkar liðs um sjúklingasamlög sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að heyra undir útskrifaðan sérfræðing í heimilislækningum. Annars staðar er algengt að sérfræðingur og læknir í sérnámi deili með sér samlagi sem býður upp á aukin námstækifæri og meira öryggi. Við erum ódýrara vinnuaflið og höfum sparað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mikla fjármuni. Þessu ættu stjórnendur og heilbrigðisráðherra að vara sig á að glutra niður. Bráðnauðsynlegt er að byggja undir sérnámið í heimilislækningum og gera það að aðlaðandi valmöguleika fyrir unga lækna. Varast ber þó sérstaklega að fjölga sérnámslæknum án þess að gera neitt annað. Slíkt væri ávísun á enn meiri óánægju og enn frekari atgervisflótta. Á næstu vikum er fyrirhugaður fundur sérnámslækna í heimilislækningum með fulltrúum úr framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Þar á að ræða aðgerðir til úrbóta á brýnum vanda. Þar munum við leggja fram og útfæra okkar tillögur að úrbótum. Eigi vel að takast til þarf að bregðast skjótt við tillögum okkar til þess að efla megi heilsugæsluna og halda nauðsynlegum starfskröftum innan hennar. Ég vona að þú leggir þitt af mörkum til þess að þetta megi verða að veruleika. Með kveðju, fyrir hönd sérnámslækna í heimilislækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Háttvirtur heilbrigðisráðherra. Þetta bréf varðar framtíð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mig langar til þess að bera undir þig tvær áríðandi spurningar sem ég vona að þú svarir sem fyrst.1) Hvernig samrýmist stefna Sjálfstæðisflokksins því að gerð sé a.m.k. 100 milljóna króna niðurskurðarkrafa til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins?Í stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um heilbrigðiskerfið segir: „Nauðsynlegt er að hverfa af braut þeirrar gegndarlausu niðurskurðarstefnu sem heilbrigðisþjónustan hefur orðið að þola um árabil. Þar skal haft að leiðarljósi að heilbrigðisstarfsfólk okkar er hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins. Leggja verður ríka áherslu á breytta forgangsröðun varðandi fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu í þágu sjúklinga og með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstétta. Heilsugæslan verði allajafna fyrsti viðkomustaður einstaklingsins við heilbrigðiskerfið en til þess að svo sé unnt verður að setja hana framar í forgang en gert hefur verið á liðnum árum.“2) Hvernig hyggst háttvirtur ráðherra bregðast við ófullnægjandi nýliðun í stétt heimilislækna? Úr upplýsingariti heilbrigðisráðuneytis um „Betri heilbrigðisþjónustu 2013-2017“ segir: „Nýliðun í heimilislækningum er ekki nægjanleg til að viðhalda óbreyttri stöðu.“ Samkvæmt könnun sem gerð var meðal lækna í sérnámi í heimilislæknum í október síðastliðnum hugnast nær engum að starfa í fullu starfi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í framtíðinni. Þar eru launakjör stærsti þátturinn. Í október síðastliðnum héldum við fund þar sem við opinberuðum vandann sem blasir við. Ekkert hefur borið á aðgerðum frá ráðuneytinu. Nýverið, 4 mánuðum síðar, hefur þó stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis sýnt samstarfsvilja og boðað okkur til nefndarvinnu þar sem fara á í nánari útfærslur á tillögum okkar. Öll vonum við að þessari vinnu muni fylgja aðgerðir með stuðningi ráðuneytisins. Við uppbyggingu sérnáms í heimilislækningum á Íslandi hafa fáir aðilar unnið þrekvirki. Nú er þó farið að gæta mikillar óánægju meðal sérnámslækna í heimilislækningum en við höfum margar góðar hugmyndir til úrbóta. Við ungu læknarnir erum ráðnir í stöður sérfræðilækna. Við sjáum einir okkar liðs um sjúklingasamlög sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að heyra undir útskrifaðan sérfræðing í heimilislækningum. Annars staðar er algengt að sérfræðingur og læknir í sérnámi deili með sér samlagi sem býður upp á aukin námstækifæri og meira öryggi. Við erum ódýrara vinnuaflið og höfum sparað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mikla fjármuni. Þessu ættu stjórnendur og heilbrigðisráðherra að vara sig á að glutra niður. Bráðnauðsynlegt er að byggja undir sérnámið í heimilislækningum og gera það að aðlaðandi valmöguleika fyrir unga lækna. Varast ber þó sérstaklega að fjölga sérnámslæknum án þess að gera neitt annað. Slíkt væri ávísun á enn meiri óánægju og enn frekari atgervisflótta. Á næstu vikum er fyrirhugaður fundur sérnámslækna í heimilislækningum með fulltrúum úr framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Þar á að ræða aðgerðir til úrbóta á brýnum vanda. Þar munum við leggja fram og útfæra okkar tillögur að úrbótum. Eigi vel að takast til þarf að bregðast skjótt við tillögum okkar til þess að efla megi heilsugæsluna og halda nauðsynlegum starfskröftum innan hennar. Ég vona að þú leggir þitt af mörkum til þess að þetta megi verða að veruleika. Með kveðju, fyrir hönd sérnámslækna í heimilislækningum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun