Opið bréf til borgarstjóra og menntamálaráðherra Sigríður Hallsteinsdóttir skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Ég á tvö börn í grunnskóla og eitt í leikskóla og er ég sjálf umsjónarkennari átján barna í 1. bekk. Nemendur mínir eru frábærir og oftast finnst mér gaman í vinnunni. Ég tel mig gera mitt besta til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, en þegar ég horfi til baka þessi tíu ár sem ég hef verið við kennslu þá veit ég að ég hef ekki sinnt nemendum mínum eins og „skóli án aðgreiningar“ gerir ráð fyrir. Það er ekki af því ég hef ekki viljað það heldur af því að mér hafa ekki verið skapaðar þær aðstæður til að vinna í svo ég geti það. Í grunnskólana þarf fleiri sérhæfða aðila sem hafa þekkingu og ekki síður reynslu til að vinna með þann fjölbreytileika sem er í grunnskólum borgarinnar. Umsjónarkennari eyðir sífellt stærri hluta af hverri kennslustund í að sinna sértækum hegðunar- og námserfiðleikum fárra nemenda sem gerir það að verkum að hinn hluti nemenda fær sífellt minni tíma – en þeir eiga samt sama rétt sem þýðir að við göngum smátt og smátt á þeirra rétt. Í dag finnst mér „skóli án aðgreiningar“ hvorki vera að virka fyrir þá nemendur sem hafa hegðunarerfiðleika eða þroskaskerðingar á einhvern hátt né þessa „normal“ nemendur. Margir þrífast ekki í stórum bekkjum og ef þeir eru inni í bekk skerða þeir vinnuskilyrði annarra nemenda með áreiti og hegðun. En munum að allir eiga rétt á að líða vel í skóla og að þeim sé skapað öruggt vinnuumhverfi – líka þessum „normal“ nemendum.Komið til móts við þarfir Ég veit nokkur dæmi þess að nemendur hafa farið úr grunnskóla án aðgreiningar yfir í Klettaskóla (áður Öskjuhlíðarskóli) og liðið miklu betur. Það er ekki vegna þess að kennarar eða starfsfólk var vont við þá eða fannst þeir ekki hluti af nemendum sínum, heldur af því í Klettaskóla er hægt að koma til móts við þarfir hvers og eins – þar eru sérfræðingar og bekkjarstærðir í takt við þarfir nemenda. Sérfræðingar fyrir almennu grunnskólana í Reykjavík eru staðsettir á þjónustumiðstöðvum hverfanna. Þeirra helsta hlutverk er að funda með kennurum og þeim aðilum sem koma að nemendum og gefa þeim ráð – vissulega koma oft góð ráð, en spurningin sem kemur svo í framhaldinu er oft sú hvort þetta sé framkvæmanlegt inni í bekk með yfir 20 aðra nemendur sem þurfa líka sína þjónustu. Það er eins og það sé einhver skekkja í þessu – við höfum ekki mannskap og úrræði í grunnskólum Reykjavíkur til að vinna eftir þessum ráðum án þess að ganga á hlut hins „normal“ nemanda. Ég er ekki ein um að hafa áhyggjur af því hvert við erum að stefna með grunnskólana í Reykjavík. Því spyr ég, háttvirtur borgarstjóri Jón Gnarr, hvernig standi á að þetta sé svona? Ertu á leiðinni að setja meira fjármagn í skólana til að „skóli án aðgreiningar“ verði framkvæmanlegri stefna en hún er í dag? Hvað segir háttvirtur menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir? Er þetta af því að einhverjir „sérfræðingar“ úti í bæ segja að þetta sé gott? Eru þessir „sérfræðingar“ meðvitaðir um það sem er að gerast innan veggja grunnskólanna? Hvað er til ráða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á tvö börn í grunnskóla og eitt í leikskóla og er ég sjálf umsjónarkennari átján barna í 1. bekk. Nemendur mínir eru frábærir og oftast finnst mér gaman í vinnunni. Ég tel mig gera mitt besta til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, en þegar ég horfi til baka þessi tíu ár sem ég hef verið við kennslu þá veit ég að ég hef ekki sinnt nemendum mínum eins og „skóli án aðgreiningar“ gerir ráð fyrir. Það er ekki af því ég hef ekki viljað það heldur af því að mér hafa ekki verið skapaðar þær aðstæður til að vinna í svo ég geti það. Í grunnskólana þarf fleiri sérhæfða aðila sem hafa þekkingu og ekki síður reynslu til að vinna með þann fjölbreytileika sem er í grunnskólum borgarinnar. Umsjónarkennari eyðir sífellt stærri hluta af hverri kennslustund í að sinna sértækum hegðunar- og námserfiðleikum fárra nemenda sem gerir það að verkum að hinn hluti nemenda fær sífellt minni tíma – en þeir eiga samt sama rétt sem þýðir að við göngum smátt og smátt á þeirra rétt. Í dag finnst mér „skóli án aðgreiningar“ hvorki vera að virka fyrir þá nemendur sem hafa hegðunarerfiðleika eða þroskaskerðingar á einhvern hátt né þessa „normal“ nemendur. Margir þrífast ekki í stórum bekkjum og ef þeir eru inni í bekk skerða þeir vinnuskilyrði annarra nemenda með áreiti og hegðun. En munum að allir eiga rétt á að líða vel í skóla og að þeim sé skapað öruggt vinnuumhverfi – líka þessum „normal“ nemendum.Komið til móts við þarfir Ég veit nokkur dæmi þess að nemendur hafa farið úr grunnskóla án aðgreiningar yfir í Klettaskóla (áður Öskjuhlíðarskóli) og liðið miklu betur. Það er ekki vegna þess að kennarar eða starfsfólk var vont við þá eða fannst þeir ekki hluti af nemendum sínum, heldur af því í Klettaskóla er hægt að koma til móts við þarfir hvers og eins – þar eru sérfræðingar og bekkjarstærðir í takt við þarfir nemenda. Sérfræðingar fyrir almennu grunnskólana í Reykjavík eru staðsettir á þjónustumiðstöðvum hverfanna. Þeirra helsta hlutverk er að funda með kennurum og þeim aðilum sem koma að nemendum og gefa þeim ráð – vissulega koma oft góð ráð, en spurningin sem kemur svo í framhaldinu er oft sú hvort þetta sé framkvæmanlegt inni í bekk með yfir 20 aðra nemendur sem þurfa líka sína þjónustu. Það er eins og það sé einhver skekkja í þessu – við höfum ekki mannskap og úrræði í grunnskólum Reykjavíkur til að vinna eftir þessum ráðum án þess að ganga á hlut hins „normal“ nemanda. Ég er ekki ein um að hafa áhyggjur af því hvert við erum að stefna með grunnskólana í Reykjavík. Því spyr ég, háttvirtur borgarstjóri Jón Gnarr, hvernig standi á að þetta sé svona? Ertu á leiðinni að setja meira fjármagn í skólana til að „skóli án aðgreiningar“ verði framkvæmanlegri stefna en hún er í dag? Hvað segir háttvirtur menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir? Er þetta af því að einhverjir „sérfræðingar“ úti í bæ segja að þetta sé gott? Eru þessir „sérfræðingar“ meðvitaðir um það sem er að gerast innan veggja grunnskólanna? Hvað er til ráða?
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar