Opið bréf til borgarstjóra og menntamálaráðherra Sigríður Hallsteinsdóttir skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Ég á tvö börn í grunnskóla og eitt í leikskóla og er ég sjálf umsjónarkennari átján barna í 1. bekk. Nemendur mínir eru frábærir og oftast finnst mér gaman í vinnunni. Ég tel mig gera mitt besta til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, en þegar ég horfi til baka þessi tíu ár sem ég hef verið við kennslu þá veit ég að ég hef ekki sinnt nemendum mínum eins og „skóli án aðgreiningar“ gerir ráð fyrir. Það er ekki af því ég hef ekki viljað það heldur af því að mér hafa ekki verið skapaðar þær aðstæður til að vinna í svo ég geti það. Í grunnskólana þarf fleiri sérhæfða aðila sem hafa þekkingu og ekki síður reynslu til að vinna með þann fjölbreytileika sem er í grunnskólum borgarinnar. Umsjónarkennari eyðir sífellt stærri hluta af hverri kennslustund í að sinna sértækum hegðunar- og námserfiðleikum fárra nemenda sem gerir það að verkum að hinn hluti nemenda fær sífellt minni tíma – en þeir eiga samt sama rétt sem þýðir að við göngum smátt og smátt á þeirra rétt. Í dag finnst mér „skóli án aðgreiningar“ hvorki vera að virka fyrir þá nemendur sem hafa hegðunarerfiðleika eða þroskaskerðingar á einhvern hátt né þessa „normal“ nemendur. Margir þrífast ekki í stórum bekkjum og ef þeir eru inni í bekk skerða þeir vinnuskilyrði annarra nemenda með áreiti og hegðun. En munum að allir eiga rétt á að líða vel í skóla og að þeim sé skapað öruggt vinnuumhverfi – líka þessum „normal“ nemendum.Komið til móts við þarfir Ég veit nokkur dæmi þess að nemendur hafa farið úr grunnskóla án aðgreiningar yfir í Klettaskóla (áður Öskjuhlíðarskóli) og liðið miklu betur. Það er ekki vegna þess að kennarar eða starfsfólk var vont við þá eða fannst þeir ekki hluti af nemendum sínum, heldur af því í Klettaskóla er hægt að koma til móts við þarfir hvers og eins – þar eru sérfræðingar og bekkjarstærðir í takt við þarfir nemenda. Sérfræðingar fyrir almennu grunnskólana í Reykjavík eru staðsettir á þjónustumiðstöðvum hverfanna. Þeirra helsta hlutverk er að funda með kennurum og þeim aðilum sem koma að nemendum og gefa þeim ráð – vissulega koma oft góð ráð, en spurningin sem kemur svo í framhaldinu er oft sú hvort þetta sé framkvæmanlegt inni í bekk með yfir 20 aðra nemendur sem þurfa líka sína þjónustu. Það er eins og það sé einhver skekkja í þessu – við höfum ekki mannskap og úrræði í grunnskólum Reykjavíkur til að vinna eftir þessum ráðum án þess að ganga á hlut hins „normal“ nemanda. Ég er ekki ein um að hafa áhyggjur af því hvert við erum að stefna með grunnskólana í Reykjavík. Því spyr ég, háttvirtur borgarstjóri Jón Gnarr, hvernig standi á að þetta sé svona? Ertu á leiðinni að setja meira fjármagn í skólana til að „skóli án aðgreiningar“ verði framkvæmanlegri stefna en hún er í dag? Hvað segir háttvirtur menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir? Er þetta af því að einhverjir „sérfræðingar“ úti í bæ segja að þetta sé gott? Eru þessir „sérfræðingar“ meðvitaðir um það sem er að gerast innan veggja grunnskólanna? Hvað er til ráða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Ég á tvö börn í grunnskóla og eitt í leikskóla og er ég sjálf umsjónarkennari átján barna í 1. bekk. Nemendur mínir eru frábærir og oftast finnst mér gaman í vinnunni. Ég tel mig gera mitt besta til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, en þegar ég horfi til baka þessi tíu ár sem ég hef verið við kennslu þá veit ég að ég hef ekki sinnt nemendum mínum eins og „skóli án aðgreiningar“ gerir ráð fyrir. Það er ekki af því ég hef ekki viljað það heldur af því að mér hafa ekki verið skapaðar þær aðstæður til að vinna í svo ég geti það. Í grunnskólana þarf fleiri sérhæfða aðila sem hafa þekkingu og ekki síður reynslu til að vinna með þann fjölbreytileika sem er í grunnskólum borgarinnar. Umsjónarkennari eyðir sífellt stærri hluta af hverri kennslustund í að sinna sértækum hegðunar- og námserfiðleikum fárra nemenda sem gerir það að verkum að hinn hluti nemenda fær sífellt minni tíma – en þeir eiga samt sama rétt sem þýðir að við göngum smátt og smátt á þeirra rétt. Í dag finnst mér „skóli án aðgreiningar“ hvorki vera að virka fyrir þá nemendur sem hafa hegðunarerfiðleika eða þroskaskerðingar á einhvern hátt né þessa „normal“ nemendur. Margir þrífast ekki í stórum bekkjum og ef þeir eru inni í bekk skerða þeir vinnuskilyrði annarra nemenda með áreiti og hegðun. En munum að allir eiga rétt á að líða vel í skóla og að þeim sé skapað öruggt vinnuumhverfi – líka þessum „normal“ nemendum.Komið til móts við þarfir Ég veit nokkur dæmi þess að nemendur hafa farið úr grunnskóla án aðgreiningar yfir í Klettaskóla (áður Öskjuhlíðarskóli) og liðið miklu betur. Það er ekki vegna þess að kennarar eða starfsfólk var vont við þá eða fannst þeir ekki hluti af nemendum sínum, heldur af því í Klettaskóla er hægt að koma til móts við þarfir hvers og eins – þar eru sérfræðingar og bekkjarstærðir í takt við þarfir nemenda. Sérfræðingar fyrir almennu grunnskólana í Reykjavík eru staðsettir á þjónustumiðstöðvum hverfanna. Þeirra helsta hlutverk er að funda með kennurum og þeim aðilum sem koma að nemendum og gefa þeim ráð – vissulega koma oft góð ráð, en spurningin sem kemur svo í framhaldinu er oft sú hvort þetta sé framkvæmanlegt inni í bekk með yfir 20 aðra nemendur sem þurfa líka sína þjónustu. Það er eins og það sé einhver skekkja í þessu – við höfum ekki mannskap og úrræði í grunnskólum Reykjavíkur til að vinna eftir þessum ráðum án þess að ganga á hlut hins „normal“ nemanda. Ég er ekki ein um að hafa áhyggjur af því hvert við erum að stefna með grunnskólana í Reykjavík. Því spyr ég, háttvirtur borgarstjóri Jón Gnarr, hvernig standi á að þetta sé svona? Ertu á leiðinni að setja meira fjármagn í skólana til að „skóli án aðgreiningar“ verði framkvæmanlegri stefna en hún er í dag? Hvað segir háttvirtur menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir? Er þetta af því að einhverjir „sérfræðingar“ úti í bæ segja að þetta sé gott? Eru þessir „sérfræðingar“ meðvitaðir um það sem er að gerast innan veggja grunnskólanna? Hvað er til ráða?
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun