Innlent

Óökufær vegna hláturkasts

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ljósmyndun er enginn hægðarleikur.

Því fengu nokkur ungmenni að kynnast þegar þau hugðust festa sólsetrið í Arnarfirði á filmu í gærkvöldi.

Pálína Margrét Þrastardóttir segir hópinn hafa stöðvað bílinn við Hvestusand, skammt utan við Bíldudal, og ætlað sér að ganga í átt að flæðarmálinu þegar för þeirra var stöðvuð af tveimur kríum.

Kríunum var mikið niðri fyrir – raunar svo mikið að önnur þeirra dritaði beint í hár og andlit eins ljósmyndarans.

Árekstur kríunnar og ljósmyndarans náðist á myndband og ljóst er Þórðargleðin var allsráðandi í Arnarfirði í gærkvöldi.

„Þetta er það fyndnasta sem við höfum lent í og erum búin að hlæja að þessu núna í tíu tíma,” segir Pálína sem tók myndbandið hér að ofan. „Við gátum ekki hleypt honum inn í bílinn aftur því við hlógum svo mikið.”

Pálína segir algjöra tilviljun hafa ráðið því að myndavélin hafi einmitt verið við höndina þegar dritið átti sér stað. „Mögulega besta „Kódak-móment“ sem ég hef náð á myndband lengi,” segir Pálína en það má sjá hér að ofan.

Dæmi hver sem vill. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×