Önnur orðsending til íslenskra karlmanna Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Fyrir réttu ári skrifaði vinkona mín og stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, opið bréf í tilefni af alþjóðlegu sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Greinin bar yfirskriftina „Orðsending til íslenskra karlmanna“ og olli töluverðu fjaðrafoki. Nei, segjum hlutina eins og þeir eru. Gerður var aðsúgur að Hrafnhildi. Mörg hundruð athugasemdir voru skrifaðar á hina og þessa miðla um að hún gengi ekki heil til skógar, að hún væri öfgafullur kvenforréttindasinni, að hún ætti nú bara að þegja og gera sér grein fyrir því að karlar séu mun meiri fórnarlömb ofbeldis en konur. Ofsóknirnar áttu sér ekki einungis stað á veraldarvefnum. Hún fékk send persónuleg skilaboð og hringt var í vinkonur hennar til að reyna að komast að því hvar hún ætti heima. Hvað sagði Hrafnhildur sem kom við kaunin á svona mörgum? Hún sagðist ávallt vera vör um sig, passa sig á því hvernig hún klæddi sig, hvert hún færi og með hverjum, allt til að minnka líkurnar á kynferðisofbeldi. Hún lýsti þeim ótta og óöryggi sem flestar, ef ekki allar, konur upplifa og sagði þetta skerða frelsi kvenna. Og Hrafnhildur dirfðist að gera eitthvað sem konur virðast ekki mega gera. Hún kallaði menninguna sem fóstrar ofbeldi karla gegn konum ógnarstjórn, ávarpaði karlmenn og benti þeim á ábyrgð þeirra að breyta þessari menningu. Vitið þið hvað. Ég, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, tek undir með Hrafnhildi í einu og öllu. Það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem 87% lögregluþjóna eru karlar. Það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem á sama tíma og 248 mæta í Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og 1.086 leita aðstoðar hjá Stígamótum eru aðeins 189 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu, 88 málum vísað til ríkissaksóknara, 31 ákæra gefin út og 23 sakfellingardómar felldir. Og það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem 42% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla, þar sem 24% kvenna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu karla, þar sem 4% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla á undangengnum 12 mánuðum. Kæru karlmenn, leggist á eitt með okkur konum að uppræta þessa ógnarstjórn svo við getum saman skapað betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Fyrir réttu ári skrifaði vinkona mín og stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, opið bréf í tilefni af alþjóðlegu sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Greinin bar yfirskriftina „Orðsending til íslenskra karlmanna“ og olli töluverðu fjaðrafoki. Nei, segjum hlutina eins og þeir eru. Gerður var aðsúgur að Hrafnhildi. Mörg hundruð athugasemdir voru skrifaðar á hina og þessa miðla um að hún gengi ekki heil til skógar, að hún væri öfgafullur kvenforréttindasinni, að hún ætti nú bara að þegja og gera sér grein fyrir því að karlar séu mun meiri fórnarlömb ofbeldis en konur. Ofsóknirnar áttu sér ekki einungis stað á veraldarvefnum. Hún fékk send persónuleg skilaboð og hringt var í vinkonur hennar til að reyna að komast að því hvar hún ætti heima. Hvað sagði Hrafnhildur sem kom við kaunin á svona mörgum? Hún sagðist ávallt vera vör um sig, passa sig á því hvernig hún klæddi sig, hvert hún færi og með hverjum, allt til að minnka líkurnar á kynferðisofbeldi. Hún lýsti þeim ótta og óöryggi sem flestar, ef ekki allar, konur upplifa og sagði þetta skerða frelsi kvenna. Og Hrafnhildur dirfðist að gera eitthvað sem konur virðast ekki mega gera. Hún kallaði menninguna sem fóstrar ofbeldi karla gegn konum ógnarstjórn, ávarpaði karlmenn og benti þeim á ábyrgð þeirra að breyta þessari menningu. Vitið þið hvað. Ég, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, tek undir með Hrafnhildi í einu og öllu. Það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem 87% lögregluþjóna eru karlar. Það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem á sama tíma og 248 mæta í Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og 1.086 leita aðstoðar hjá Stígamótum eru aðeins 189 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu, 88 málum vísað til ríkissaksóknara, 31 ákæra gefin út og 23 sakfellingardómar felldir. Og það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem 42% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla, þar sem 24% kvenna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu karla, þar sem 4% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla á undangengnum 12 mánuðum. Kæru karlmenn, leggist á eitt með okkur konum að uppræta þessa ógnarstjórn svo við getum saman skapað betra samfélag.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar