Erlent

Önnur mannskæð sprengjuárás í Tyrklandi

Atli ísleifsson skrifar
Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, ávarpaði þjóð sína í morgun.
Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, ávarpaði þjóð sína í morgun. Vísir/AFP
Sex manns eru látnir og einn er alvarlega særður eftir sprengjuárás sem beindist gegn bílalest herbíla í suðausturhluta Tyrklands. Talsmaður Tyrklandshers greinir frá þessu í samtali við Reuters og AP.

Árásin er gerð degi eftir að 28 manns féllu og 61 særðist í sprengjuárás í tyrknesku höfuðborginni Ankara í gærkvöldi. Tyrklandsstjórn hefur sakað uppreisnarhóp Kúrda um árásina.

Í frétt SVT kemur fram að einnig hafi borist fréttir af því að Tyrklandsher hafi gert árásir á skotmörk PKK, frelsishreyfingar Kúrda, í norðurhluta Íraks.

Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, greindi frá því í sjónvarpsávarpi að fjöldi eldri PKK-manna hafi fallið þegar ráðist var á um sextíu til sjötíu manna uppreisnarhóp Kúrda í Írak.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×