Enski boltinn

Ómögulegt að gera upp á milli Gerrard og Dalglish

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steven Gerrard hefur spilað sinn síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni í bili.
Steven Gerrard hefur spilað sinn síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni í bili. vísir/getty
Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool, segir að Steven Gerrard muni vinna titla með nýja liði sínu LA Galaxy í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Gerrard kvaddi Liverpool í 6-1 tapi gegn Stoke á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar, en hann vann 10 titla á 17 árum með Liverpool.

„Þetta er alvöru fótbolti sem hann er að fara í og hann mun vilja að Galaxy vinni MLS-deildina og aðra titla,“ segir Carragher í viðtali við BBC.

„Hann verður dæmdur af frammistöðu sinni og ef hann spilar ekki vel fær hann að heyra það. Hann mun halda áfram að vinna titla eins og hann hefur gert á sínum ferli.“

Þegar kemur að því að gera upp á milli Kenny Dalglish og Stevens Gerrards um hvor sé besti leikmaður Liverpool frá upphafi getur Carragher ekki valið.

„Það verður alltaf bara að kasta peningi upp á það. Það er enginn vafi um að stuðningsmenn Liverpool munu skiptast á skoðunum með það,“ segir Carragher.

„Það hafa frábærir leikmenn farið frá Liverpool og aðrir hafa komið. Kemur einhver jafngóður og Stevie? Það er ekki hægt að leysa hann af hólmi. Leikmenn eins og Steven skjótast fram á sjónarsviðið á 30 ára fresti,“ segir Jamie Carragher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×