Ólöf Nordal var vinsæl og naut trausts innan Sjálfstæðisflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2017 20:00 Ólöf Nordal fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem lést í dag var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og naut þar mikillar virðingar. Hún hafði barist við krabbamein undanfarin rúm tvö ár þegar hún lést. Ólöf Nordal fæddist í Reykjavík hinn 3. desember árið 1966 og var því rétt rúmlega fimmtug þegar hún lést. Hún var dóttir Jóhannesar Nordal fyrrverandi seðlabankastjóra og Dóru Guðjónsdóttur Nordal píanóleikara og húsmóður. Ólöf lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1994 og MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002. Vinsældir Ólafar innan Sjálfstæðisflokksins voru miklar. Þar naut hún afgerandi trausts og fékk ætíð yfirburðakosningu þegar hún bauð sig fram til embætta innan flokksins sem og í prófkjörum hans. Hún var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2010 og gengdi því embætti til ársins 2013. Ólöf bauð sig síðan aftur fram í varaformannsembættið á landsfundi árið 2015 og gengdi því til dauðadags.Vísir/AntonÓlöf var fyrst kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í norðausturkjördæmi árið 2007. Þá bjó hún ásamt Tómasi Má Sigurðssyni eiginmanni sínum og fjölskyldu fyrir austan en þau eiga saman fjögur börn á aldrinum tólf til tuttugu og fimm ára. Í þingkosningunum árið 2009 var hún kosin á þing fyrir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í lok kjörtímabils árið 2013 ákvað Ólöf að taka sér hlé frá stjórnmálum og var því ekki í framboði í kosningunum árið 2013.Kölluð í ráðherrastól Það er hins vegar til marks um það traust sem Ólöf naut innan flokksins að þegar harðnaði á dalnum og Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér embætti innanríkisráðherra í desember 2014, kallaði Bjarni Benediktsson formaður flokksins Ólöfu til leiks til að taka við embætti innanríkisráðherra. Fjórum mánuðum áður hafði Ólöf sjálf greint frá því opinberlega að hún hefði greinst með krabbamein og gengist undir aðgerð og eftirmeðferð. Hún barðist hetjulega gegn sjúkdómnum og hikaði ekki við að koma fram með lítið hár eftir lyfjameðferð og að henni lokinni náði hún sér á strik. En í janúar árið 2016 greindi hún frá því að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur og hóf lyfjameðferð á ný.Var ánægð með störf ríkisstjórnarinnarÓlöf bauð sig síðast fram til Alþingis í kosningunum hinn 29. október síðast liðinn. En nokkrum vikum fyrir kosningar veiktist hún alvarlega vegna sýkingar en var útskrifuð nokkrum vikum síðar. Við stjórnarskiptin á Bessastöðum hinn 11. janúar sat Ólöf Nordal sinn síðasta ríkisráðsfund og sagði eftir þann fund. „Ég er bara mjög ánægð með það sem hefur gerst á þessu kjörtímabili og óska nýjum ráðherrum til hamingju. Þetta er búið að vera skemmtilegt, lærdómsríkt. Merkilegur tími.“Þú hefðir ekki viljað halda áfram að vera ráðherra?„Ég vil nú fyrst og fremst vera með fulla starfsorku og það þarf maður að gera ef maður ætlar að vera ráðherra. Maður verður að hafa forgangsröðina rétta.“Þannig að þú ert í fyrsta sæti núna sjálf?„Já, já ég er það. Ég held að allir skilji það,“ sagði Ólöf heitin Nordal. Öll mál voru tekin út af dagskrá Alþingis í dag og fundi slitið eftir að fréttist af andláti Ólafar. Tengdar fréttir Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45 Samstarfsmenn minnast Ólafar: „Einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur“ Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. 8. febrúar 2017 18:45 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Ólöf Nordal fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem lést í dag var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og naut þar mikillar virðingar. Hún hafði barist við krabbamein undanfarin rúm tvö ár þegar hún lést. Ólöf Nordal fæddist í Reykjavík hinn 3. desember árið 1966 og var því rétt rúmlega fimmtug þegar hún lést. Hún var dóttir Jóhannesar Nordal fyrrverandi seðlabankastjóra og Dóru Guðjónsdóttur Nordal píanóleikara og húsmóður. Ólöf lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1994 og MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002. Vinsældir Ólafar innan Sjálfstæðisflokksins voru miklar. Þar naut hún afgerandi trausts og fékk ætíð yfirburðakosningu þegar hún bauð sig fram til embætta innan flokksins sem og í prófkjörum hans. Hún var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2010 og gengdi því embætti til ársins 2013. Ólöf bauð sig síðan aftur fram í varaformannsembættið á landsfundi árið 2015 og gengdi því til dauðadags.Vísir/AntonÓlöf var fyrst kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í norðausturkjördæmi árið 2007. Þá bjó hún ásamt Tómasi Má Sigurðssyni eiginmanni sínum og fjölskyldu fyrir austan en þau eiga saman fjögur börn á aldrinum tólf til tuttugu og fimm ára. Í þingkosningunum árið 2009 var hún kosin á þing fyrir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í lok kjörtímabils árið 2013 ákvað Ólöf að taka sér hlé frá stjórnmálum og var því ekki í framboði í kosningunum árið 2013.Kölluð í ráðherrastól Það er hins vegar til marks um það traust sem Ólöf naut innan flokksins að þegar harðnaði á dalnum og Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér embætti innanríkisráðherra í desember 2014, kallaði Bjarni Benediktsson formaður flokksins Ólöfu til leiks til að taka við embætti innanríkisráðherra. Fjórum mánuðum áður hafði Ólöf sjálf greint frá því opinberlega að hún hefði greinst með krabbamein og gengist undir aðgerð og eftirmeðferð. Hún barðist hetjulega gegn sjúkdómnum og hikaði ekki við að koma fram með lítið hár eftir lyfjameðferð og að henni lokinni náði hún sér á strik. En í janúar árið 2016 greindi hún frá því að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur og hóf lyfjameðferð á ný.Var ánægð með störf ríkisstjórnarinnarÓlöf bauð sig síðast fram til Alþingis í kosningunum hinn 29. október síðast liðinn. En nokkrum vikum fyrir kosningar veiktist hún alvarlega vegna sýkingar en var útskrifuð nokkrum vikum síðar. Við stjórnarskiptin á Bessastöðum hinn 11. janúar sat Ólöf Nordal sinn síðasta ríkisráðsfund og sagði eftir þann fund. „Ég er bara mjög ánægð með það sem hefur gerst á þessu kjörtímabili og óska nýjum ráðherrum til hamingju. Þetta er búið að vera skemmtilegt, lærdómsríkt. Merkilegur tími.“Þú hefðir ekki viljað halda áfram að vera ráðherra?„Ég vil nú fyrst og fremst vera með fulla starfsorku og það þarf maður að gera ef maður ætlar að vera ráðherra. Maður verður að hafa forgangsröðina rétta.“Þannig að þú ert í fyrsta sæti núna sjálf?„Já, já ég er það. Ég held að allir skilji það,“ sagði Ólöf heitin Nordal. Öll mál voru tekin út af dagskrá Alþingis í dag og fundi slitið eftir að fréttist af andláti Ólafar.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45 Samstarfsmenn minnast Ólafar: „Einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur“ Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. 8. febrúar 2017 18:45 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Ólöf Nordal er látin Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin. 8. febrúar 2017 14:45
Samstarfsmenn minnast Ólafar: „Einstök manneskja sem náði að vinna traust þvert á flokkslínur“ Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. 8. febrúar 2017 18:45