Öll í sama liðinu? Örlygur Benediktsson skrifar 16. desember 2016 15:45 Þegar þetta er ritað eru 410 dagar – hálfur fjórtándi mánuður – síðan kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) rann út. Í aðdraganda verkfalls haustið 2014 höfðu FT-félagar verið samningslausir í um sjö mánuði. Samtals gerir þetta hátt í 21 mánuð af 36, án kjarasamnings – næstum tvö ár af þremur! Allan þann tíma hefur krafa FT í viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) verið hógvær – að njóta jafnra launakjara, fyrir sambærilegt vinnuframlag og menntun, á við kennara sem starfa innan vébanda Kennarasambands Íslands (KÍ) við aðrar skólagerðir. Fram til þessa hefur FT ekki séð örla á minnsta vilja viðsemjandans í þá átt, heldur virðist þvert á móti kappkostað að festa varanlega í sessi ómálefnalegan launamun. Helstu ráðamenn hafa opinberlega viðurkennt réttmæti kröfugerðarinnar – m.a. sagði borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, í ávarpi á opnum samræðufundi í Hörpu, kvöldið áður en boðað verkfall hófst: „Ég ætla bara að taka fram aðmér finnst sú krafa mjög sanngjörn – mér finnst hún mjög eðlileg (21. okt. 2014). Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lét svo um mælt í sjónvarpsfréttum nokkru síðar: „Ég sá t.d. að tónlistarskólakennarar voru mjög áberandi hérna úti [meðal mótmælenda á Austurvelli] ...ég skil afstöðu þeirra mjög vel– að vilja fylgja öðrum kennurum í launaþróun“ (3. nóv. 2014). Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum víðsvegar um landið hafa tekið í sama streng á samræðufundum með kennurum og trúnaðarmönnum FT núna undanfarnar vikur, þar sem kynnt hafa verið sjónarmið félagsmanna og helstu málavextir í stöðunni sem við blasir. Jafnframt hafa viðbrögð sveitarstjórnarfólks við samningsleysinu einkennst af nokkurri undrun, enda virðist býsna útbreiddur misskilningur að samningurinn í kjölfar verkfallsins hafi skilað viðunandi kjarabótum til lengri tíma litið , en í raun var um að ræða varnarsamning, sem dugði hvorki til að uppfylla eldri kröfu FT um leiðréttingu skekktrar samningsstöðu frá 2008, né kröfuna um jafnrétti í launasetningu . Vandi sveitarstjórnanna felst í því að skv. samningsumboði SNS er litið svo á að sveitarfélögin hvorki eigi né megi íhlutast um kjaramál. Þetta fyrirkomulag hefur ýmsa kosti, en virkar meingallað undir kringumstæðum sem þessum, þar sem aflsmunar virðist nánast vísvitandi neytt gegn fámennu stéttarfélagi sem hefur lítinn slagkraft til þvingunaraðgerða. Ennfremur hefur verið bent á að hagsmunir Reykjavíkurborgar gætu vegið óeðlilega þungt í skilyrðislausri hagræðingarstefnu Sambandsins gagnvart kennslustéttunum. Sveitarstjórnarfulltrúi á landsbyggðinni tók svo til orða á einum fundinum að við værum í raun öll „í sama liðinu“, þ.e. sveitarstjórnar- og tónlistarskólafólk. Hljótum við þá ekki að spyrja á móti: Hverjir eru þá eiginlega í „hinu liðinu“? Hvaða aðilar eru það sem beita sér gegn því að gengið sé að réttmætum kröfum FT, og hvers vegna? Hvað í ósköpunum er það í raun, sem veldur þessum viljaskorti Sambandsins til að leysa málin á þeim sanngirnisgrundvelli sem FT hefur leitað eftir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað eru 410 dagar – hálfur fjórtándi mánuður – síðan kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) rann út. Í aðdraganda verkfalls haustið 2014 höfðu FT-félagar verið samningslausir í um sjö mánuði. Samtals gerir þetta hátt í 21 mánuð af 36, án kjarasamnings – næstum tvö ár af þremur! Allan þann tíma hefur krafa FT í viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) verið hógvær – að njóta jafnra launakjara, fyrir sambærilegt vinnuframlag og menntun, á við kennara sem starfa innan vébanda Kennarasambands Íslands (KÍ) við aðrar skólagerðir. Fram til þessa hefur FT ekki séð örla á minnsta vilja viðsemjandans í þá átt, heldur virðist þvert á móti kappkostað að festa varanlega í sessi ómálefnalegan launamun. Helstu ráðamenn hafa opinberlega viðurkennt réttmæti kröfugerðarinnar – m.a. sagði borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, í ávarpi á opnum samræðufundi í Hörpu, kvöldið áður en boðað verkfall hófst: „Ég ætla bara að taka fram aðmér finnst sú krafa mjög sanngjörn – mér finnst hún mjög eðlileg (21. okt. 2014). Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lét svo um mælt í sjónvarpsfréttum nokkru síðar: „Ég sá t.d. að tónlistarskólakennarar voru mjög áberandi hérna úti [meðal mótmælenda á Austurvelli] ...ég skil afstöðu þeirra mjög vel– að vilja fylgja öðrum kennurum í launaþróun“ (3. nóv. 2014). Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum víðsvegar um landið hafa tekið í sama streng á samræðufundum með kennurum og trúnaðarmönnum FT núna undanfarnar vikur, þar sem kynnt hafa verið sjónarmið félagsmanna og helstu málavextir í stöðunni sem við blasir. Jafnframt hafa viðbrögð sveitarstjórnarfólks við samningsleysinu einkennst af nokkurri undrun, enda virðist býsna útbreiddur misskilningur að samningurinn í kjölfar verkfallsins hafi skilað viðunandi kjarabótum til lengri tíma litið , en í raun var um að ræða varnarsamning, sem dugði hvorki til að uppfylla eldri kröfu FT um leiðréttingu skekktrar samningsstöðu frá 2008, né kröfuna um jafnrétti í launasetningu . Vandi sveitarstjórnanna felst í því að skv. samningsumboði SNS er litið svo á að sveitarfélögin hvorki eigi né megi íhlutast um kjaramál. Þetta fyrirkomulag hefur ýmsa kosti, en virkar meingallað undir kringumstæðum sem þessum, þar sem aflsmunar virðist nánast vísvitandi neytt gegn fámennu stéttarfélagi sem hefur lítinn slagkraft til þvingunaraðgerða. Ennfremur hefur verið bent á að hagsmunir Reykjavíkurborgar gætu vegið óeðlilega þungt í skilyrðislausri hagræðingarstefnu Sambandsins gagnvart kennslustéttunum. Sveitarstjórnarfulltrúi á landsbyggðinni tók svo til orða á einum fundinum að við værum í raun öll „í sama liðinu“, þ.e. sveitarstjórnar- og tónlistarskólafólk. Hljótum við þá ekki að spyrja á móti: Hverjir eru þá eiginlega í „hinu liðinu“? Hvaða aðilar eru það sem beita sér gegn því að gengið sé að réttmætum kröfum FT, og hvers vegna? Hvað í ósköpunum er það í raun, sem veldur þessum viljaskorti Sambandsins til að leysa málin á þeim sanngirnisgrundvelli sem FT hefur leitað eftir?
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun